The Secret
Einhverja nóttina fyrir alllöngu sótti ég mér myndina The Secret eftir að hafa haft ávæning af því að um æði væri að ræða. Tuttugu mínútum eftir að myndin hófst slökkti ég á henni í snarhasti og henti í skjáborðsruslatunnuna. Ég var ekki í rónni fyrr en ég hafði tæmt tunnuna á eftir. Myndin er algjört drasl. Enn ein áróðursmyndin fyrir auðtrúa sálir sem eiga fleiri aura en heilafrumur.
Upp á síðkastið hefur mbl.is birt á forsíðu hjá sér netgrein eftir einhverja frú Sætran (ég er ekki að ljúga þessu) sem mærir Leyndarmálið óskaplega. Frú Sætran, sem titlar sjálfa sig sem kennslufræðing, er að upplagi dönskukennari og henni er því viss vorkunn. Dönskukennarar eru undantekningalaust einkennilegt fólk. Og einmitt fólk, sem þykir gaman, að hópast um vonlausan og óvinsælan málstað. Frú Sætran fullyrðir kinnroðalaust að:
Allt í umhverfi okkar byggist á ákveðnu orkuflæði. Þar sem hugsanir þínar sendi eftir eðli sínu ýmist jákvæðar eða neikvæðar orkubylgjur út í umhverfið getir þú nýtt þér aðdráttarlögmálið (Law of Attraction) þér í hag.
Þvílíkt endemis kjaftæði. Vissulega senda hugsanir rafsegulbylgjur út í umhverfi sitt, það gerir öll hröðun rafhleðslu. Þú sendir mun meira af bylgjum úr handleggnum á þér út í umhverfið með hressilegri sjálfsfróun, en með því að hugsa um lótusblóm í klukkutíma. Og þegar einhver af gestum frú Sætran leyfði sér að efast um þessar fullyrðingar (og það var bara einn, restin af gestunum er svoleiðis blóðskrúbbaður af Nýalnum), þá sagði frú Sætran:
Það er hins vegar talið vísindalega sannað að hugsanir fólks hafi áhrif út fyrir líkamann. Sjá www.hado.com
Japanskar rannsóknir hafa þannig m.a. sýnt fram á breytingar á vatnkristöllum eftir því hvernig hugsanir eru ríkjandi nálægt vatninu.
Og ef maður freistast til að smella á linkinn, þá hefur maður umsvifalaust óræka sönnunina fyrir augunum:
Mér leiðast vitleysingar.
13 ummæli:
*Geisp*
Sko, ef þú hugsar jákvætt þá sendir þú jáeindir (jákvæðar orkubylgjur) út í þitt nánasta umhverfi og fólk verður þá líklegra til að segja já við þig. Ef þú hins vegar hugsar neikvætt sendir þú neieindir út og fólk verður líklegra til að segja nei við þig. Þetta hlýtur að vera augljóst!
Þess vegna skaltu, ef þú ert t.d. að biðja fólk um eitthvað sem þú vilt að það segi já við, hugsa eitthvað jákvætt. Eins og kannski: "Já já já já já já..." Það ætti að virka ansi vel.
Ef þú aftur á móti vilt að fólk segi nei, eins og kannski ef þú ert að bjóða því að taka síðustu tertusneiðina eða eitthvað, þá skaltu hugsa neikvætt. Mér dettur t.a.m. í hug: "Nei nei nei nei nei nei nei...".
Fínt að lesa þetta að auki: http://www.vantru.is/2007/05/30/09.00/
Ja þetta þykir mér gaman að lesa. Þetta er hnyttna Mengellan sem mig vantaði. Það sem gerir það að verkum að hláturstaugarnar í mér eru allar rífandi spenntar, er kannski það að þetta er svo satt.
Köld vatnsgusa raunveruleikans. Gaman að þessu.
Eitthvað er breytt.
Er kominn nýr limur í Mengelluna?
Þegar ein fer í frí tekur önnur við.
Fyndið samt að andskotast yfir einhverjum og segja svo í lokin... mér leiðast vitleysingjar. Spurning hver stóð með byssu og neyddi þig til lesa alla "vitleysuna" :-)
Ég er sammála þér mengella en ég bara "fletti" yfir þessa þvælu.
Ef allir fletta yfir þvæluna er enginn til að láta vita að um þvælu sé að ræða. Ég held að það sé rúmlega nauðsynlegt að halda uppi virkri gagnrýni á svona húmbúkk. The Secret er næstvinsælasta erlenda bókin á Íslandi (á eftir Dirty Harry) og vinsælasta bókin á íslensku.
Árni Gunnar, ég vona bara að heimsmynd þín sé lýðræðislega vottuð...og að minnsta kosti næstvinsælust.
En ekki á eftir Dirty Harry...
já ég hef gaman af þér. en þú horfðir ekki einu sinni á alla myndina. samt dæmiru hana sem drasl? og áróðursmynd? hvað á hún að hvetja fólk til að gera? hugsa? sem myndi að sjálfsögðu verða þessum ósvífnu vitleysingum sem lögðu lag sitt við hindurvitni og álfatrú ríkuleg uppspretta silfurpeninga, sem þeir raka inn frá auðtrúa sálum með fjögur hundruð heilasellur, 500 kall fyrir dvd á bónusvídeó og ekkert betra að gera. eða 2990 fyrir internettengingu og niðurhalsforrit til að ná í myndina ólöglega eins og þú. nú hef ég ekki séð þessa mynd og hafði ekki hugsað mér það. og ætla ég ekki að deila á persónulegar skoðanir fólks um þetta málefni. ég er meira að spá í að gefa þér hamar og hempu. þú hefur svona hingað til, með veflókum þínum, komið mér fyrir hugsjónum sem bráðgáfuð, nístandi kaldhæðin og umfram allt mjög rökvís. og ég hef haft mjög gaman af. en þetta var bara óhugsuð rökleysuþvæla sett í fallegan búning ískaldra brandara og hnyttina orðasambanda á kostnað annara. sem er reyndar eitt af mínum aðaláhugamálum. þú sást 20 mínútur af myndinni og er búinn að dæma heilan málstað og sjónarmið hraðar heldur en hryðjuverkamenn kveikja í sjálfum sér. lítur meira út eins og að löngunin til þess að sveifla tvíeggjuðu sverði kaldhæðninar á hvern sem verður í vegi þínum hafi gripið um sig. eða að þú hefðir farið og horft á þessa mynd með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það sem myndin hafði uppá að bjóða. sem er eins og allir menn með fleiri heilafrumur en það að horfa á the secret vita, pottþétt leið til að þroskast bara alls ekki neitt. að hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um einhvern fjandann. og hvað þá að fara og básúna skoðanir sem eru ekki skoðanir heldur bara ályktanir sem er dregnar til þess að þjóna fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. það er ekkert mál að hafa alltaf rétt fyrir sér. maður þarf bara að sanna að hinn aðilinn eða málstaðurinn hafi rangt fyrir sér eða breyta forsendunum á því sem maður færir rök fyrir. en það eru bara leikskólarökfærslur. þér leiðast vitleysingar. ekki vera einn. það væri leiðinlegt.
og btw... þessi vatnskristallarannsóknir er mun stærri og yfirgripsmeiri heldur en þessi litla mynd sem þú notar sem tákn um takmarkaðan trúverðugleika, og framkvæmdar af virtum vísindamönnum út um allan heim. og skiluðu allar sömu VÍSINDALEGU niðurstöðunum. en þetta veistu náttúrulega því þú kynntir þér málið.
ég styð það að þú sért ekkert að svara þessu rökleysubulli í sævar daníel mengella mín, þetta er samt ríkulega fyndin lesning eftir hann.
takk fyrir þetta og íspistil
p.s ég er alvöru aðdáandi þinn og hef þó séð the secret tvisvar. það er einhver vísindaleg fylgni í gangi þar á milli virðist vera...
Þegar ég sá smettið á John Grey sem skrifaði Kallar frá Mars og Kellingar frá Venus var mér allri lokið.
Skrifa ummæli