Sicko
Ég horfði nýlega á Sicko, nýjustu mynd Michael Moore. Myndin er samansafn af hryllingssögum frá Ameríku og hugljúfum ævintýrum frá Evrópu. Niðurstaðan er einföld. Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er dýrt og þjónustu þess er misskipt.
CNN boðaði Michael í viðtal útaf myndinni en á undan var sýnd 4 mínútna úttekt stöðvarinnar á staðreyndum myndarinnar. Moore var brjálaður þegar viðtalið við hann hófst og vændi CNN um óhróðursbrögð og kvað stöðina eiga að skammast sín.
Í gær mætti Moore aftur í viðtal (pt.2, pt.3) hjá CNN og nú var til svara höfundur fréttaskýringarinnar sem hafði farið svona í skapið á honum. Larry King stjórnaði rökræðunum.
Mitt mat: Þótt Moore sé augljóslega sekur um leikræn tilþrif og áróður, sýnist mér að þetta fréttaskot CNN sé algjört drasl og að Moore sigri þessa rimmu.
En af hverju nennir enginn að gera almennilegar áróðursmyndir íslenskar? Af nógu er að taka: Síðustu dagar Dabba og Dóra og stuðningurinn við Íraksstríðið, Baugsmálið, SavingIceland.org.
3 ummæli:
Þótti þetta áhugavert:
http://www.slate.com/id/2102723/
Þetta er að vísu ekki nýtt en ég er sammála flestu sem þarna er sagt um slímuga horbjóðinn sem Michael Moore er.
Þetta er ágætis hugmynd. Held ég fari að demba mér í áróðursskrif.
Sem ég vonast til að sæko.is gefi út fyrir mig.
I want to buy a silicone love doll. I need the company of a lifelike sex dolls. Where can I buy sex toys for men?
Skrifa ummæli