5. júlí 2007

Karlpungur að sýnast


Rakst í dag á bókina Að vera eða sýnast eftir Hörð Bergmann. Bókin er gefin út af Skruddu, sem virðist hafa einstakt lag á að hanna foráttuljótar bókakápur (í guðanna bænum, ÁBS, ekki láta þá hanna nýju bókarkápuna fyrir þig, sú síðasta var andstyggileg).

Ég kíkti ekki í bókina því ég mundi vel eftir viðtalinu við Hörð í Silfrinu þegar bókin kom út. Þvílíkur endemis karlpungur. Grobbið, pervisið gamalmenni sat þar með postulínskaffibolla og lét eins og holdtekja sjálfrar upplýsingarinnar. Hápunktinum var náð þegar gamalmennið leiddi okkur inn í forneskjulegan fortíðarheim sinnis síns með því að hallmæla feðraorlofinu með þeim rökum, að heimskulegt væri að hvetja feður til að vera heima fyrstu ævimánuði barnsins. „Til hvers?,“ spurði hann. „Til að horfa á börnin sofa? Hver er tilgangurinn með því?“

7 ummæli:

Hel sagði...

ahh ég skildi aldrei afhverju engin setti út á þetta orlofsbull í honum pabba. Ég lét hann allavega heyra það!

Hel sagði...

hey og já til að rétt sé rétt þá var það sko Olga Bergmann frænka sem hannaði kápuna , forlagið alsaklaust enda þurfti pabbi að borga útgáfuna sjálfur.

Mengella sagði...

Hannaði hún líka kápuna á Tvisvar á ævinni?

Hel sagði...

njeee..ætli það,hún gerði þessa bara sem greiða við pabba

Nafnlaus sagði...

Jæja, komdu með eitthvað, mér leiðist.

Nafnlaus sagði...

rólegur gæskur

Nafnlaus sagði...

Úff,talandi um slappar bókakápur-hefurðu einhvern tímann séð eitthvað eftir Benedikt Lafleur? Hann reprísentar ljótar bækur (og illa skrifaðar reyndar líka).