26. júlí 2007

Helgi hundingsbani



Þær hækka með hverjum degi tölurnar yfir fjölda þeirra sem Helgi Rafn, meintur morðingi ófrýnilega hundspottsins Lúkasar, ætlar að kæra fyrir meiðyrði og hótanir. Í dag stendur málið þannig að Helgi ætlar að kæra á að giska íbúafjölda Hafna á Reykjanesi.

Þessi viðbrögð eru hvorki Helga né lögmanni hans til hróss. Málið lyktar nú af þvermóðskufullri hefnigirni. Lögmaðurinn hefur látið frá sér fara ögrandi fullyrðingar um að tilgangslaust sé að flýja, fólk verði þá bara skotið á flótta. Saman göslast lögmaðurinn og Helgi í þeirri fullvissu að þeir hafi siðferðilega yfirhönd í málinu.

Ég hef áður sagt skoðun mína á viðbrögðum múgsins í máli Helga og hundsins. Þau voru til skammar. Sé Helgi saklaus liggur þung sök hjá þeim, sem báru hann þessum ákúrum. Ég man alveg hvaðan nafn hans kom í umræðuna, hvar það birtist fyrst og hvenær. Gegn því fólki á Helgi að beina vandlætingu sinni. Það fólk á að kæra. Öll súpan. Allt sauðheimska hyskið, sem svallaði með í forarvilpunni, á hann að láta í friði.

Einhverjir líta svo á, sem að hér sé kominn einhver dómsdagur yfir samskiptamátum á netinu. Þess vegna skuli reiða hátt til höggs og temja óargadýrið í eitt skipti fyrir öll. Og vissulega er hér tækifæri til að taka á afar hættulegum kima netsins. En netið er vandmeðfarin skepna og hana þarf að lagfæra með skurðhníf en ekki sláttuvél. Subbulegar fjöldaaftökur kjaftóðra netverja geta ekki haft neitt uppbyggilegt í för með sér. Það er álíka gáfulegt og að hefja fjöldahandtökur vegna aksturs yfir 90 km/klst eða ölvunar á almannafæri á laugardagsnóttum. Strangt til tekið er hvorttveggja löglegt. Eins gæti Bjarni Guðjónsson kært hundrað Keflvíkinga fyrir meiðyrði (og jafnvel hótanir) úr stúkunni. En það er ekki gert.

Að hluta til vegna þess að við erum einfaldlega ekki fullkomnari dýrategund en svo, að allrahanda breyskleiki er hluti af eðli okkar, en aðallega vegna þess, að slík ofsarefsigleði væri ekki uppbyggileg heldur niðurnjörvandi. Við viljum ekki búa í slíku samfélagi. Við höfum lengi horft til Ameríku og hlegið af formlegheitunum í samskiptum, sérstaklega þegar kemur að deilum og dómum, við viljum ekki feta í þá átt - en það er nákvæmlega þangað, sem lögmaðurinn og Helgi eru að þoka málinu. Þeir eru að kæra af þeirri einföldu ástæðu að þeir geta það. Og vegna þess að það svalar frumstæðri hefnigirni og sýniþörf.

Þeir minna á þá sem sóttu Baug til saka. Vaðið var af stað með alltof óskýrar kröfur, alltof ómarkviss eggvopn og málið leystist upp í farsa. Eins mun fara fyrir þessu máli. Ef málið verður sótt af fullum þunga mun það engu skila, nema því, að þetta stóra úrtak mun leiða til þess að netdólgar munu fá uppskrift að flóttaleiðum. Þ.e. við munum öll fá hin langþráðu fordæmi þess hvað er tækt og hvað ótækt í íslensku réttarkerfi. Eftir það getum við myrt mann og annan úr öruggu launsátri ef okkur sýnist svo.

Nú er það lögreglan, sem ákveður næstu skref. Hún mun líklega leita leiða til að vinda ofan af málinu. Velja örfáa og hengja þá öðrum til viðvörunar. Þeim er varla stætt á öðru eins og er. Nema auðvitað einhver nýr vinkill birtist á málinu. Það skyldi ekki útilokað.

En viðbrögð Helga og lögmannsins eru einungis til þess fallin að slökkva þá litlu samúð, sem kviknuð var með honum. Fólkið, sem gleðst yfir hinum væntanlegu fjöldaréttarhöldum eru nákvæmlega sömu tilfinningarúnkhórurnar og þær, sem hötuðust við Helga. Ögn smáborgaralegri hórur en hórur engu að síður.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá yðar sem ritar alltof í einu orði, kasti fyrsta beininu.

Mengella sagði...

Sá yðar, sem ritar alltof í einu orði, kasti fyrsta beininu.

...er réttara

Nafnlaus sagði...

Er ekki frekar súrt að vera að lesa þessa síðu í leit að stafsetningar- og/eða málfarsvillum?

Annars þykir mér þetta ágætis pistill og er ánægð með nýyrðið "tilfinningarúnkhórur". Það á vel við í þessu samhengi.

Nafnlaus sagði...

Bíð eftir næsta plotti að þetta var allt planað hjá Helga og þeim sem lugu að hann hafi farið með hundinn í hundana!

Ágúst Borgþór sagði...

Reyndu nú að þegja þegar við á - sjálfur settistu spekingslegur í dómarasæti yfir meintum Helga. Aldrei að vita nema þú sért á listanum.

Nafnlaus sagði...

Verður maður ekki að sjá greinarmuninn á villum og sérvisku…

En bara fyrir Önnu: Sá sem drap Hunding, hann á skilið að fá stóran staf.

Enn einn daglegi…: Eins og Alan Partridge sagði, it's not that kind of a party.

Ábs: Grrr…

Nafnlaus sagði...

þetta er þvímiður svo satt hjá þér mengella!

Ágúst Borgþór, þú þarft að læra að lesa. Að hafa álit eða grun er ekki það sama og að fella dóm. Þú ert sumsé heimskur...

katrín.is sagði...

æ kommon, gaurinn missti ekki bara af tveimur helgum á djamminu útaf þessu, heldur missti hann líka vinnuna sína á pose.is

sumarið ónýtt!!

Unknown sagði...

Ég held að ef einhver skrifaði opinberlega að hann ætlaði að drepa mig, senda á mig menn eða misþyrma mér, þá myndi ég kæra viðkomandi. Að ég tali nú ekki um ef í veðri væri látið vaka að það væri hafin keppni um það hver næði mér og ég fengi sendar líflátshótanir í SMS-skeytum. Undir slíkum kringumstæðum efast ég um að ég hugsaði mikið um ímyndaða eða raunverulega sympatíu sem ég hefði í samfélaginu, sérstaklega ef möguleiki væri að fá skaðabótagreiðslur.

Unknown sagði...

Ég ætlaði ekki að skrifa nafnlaust hérna. Athugasemdaforritið bað bara aldrei um nafn heldur bara google account. Daníel.

Mengella sagði...

Ágúst Borgþór.

Dómur minn yfir téðum Helga var af nákvæmlega sama tæi og dómur þinn yfir viðskiptavinum TGIF. Hann byggði á lýsingu kauða á sjálfum sér, áhugamálum hans og, ekki síst því, að flest allar athugasemdir í kommentakerfi hans voru frá klofblautum stelpum á aldur við dóttur þína.

Ég dæmdi hann aldrei útfrá hundsdrápinu, enda ekki fullkominn hálfviti. Ólíkt sumum, þá kynni ég mér hlutina áður en ég gaspra. Nokkuð sem þú mættir taka þér til fyrirmyndar enda er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem þú kemur með athugasemd hér sem annað hvort er til marks um fljótfærni eða lakan lesskilning. Hvort skyldi það vera?

Nafnlaus sagði...

„og […] að flest allar athugasemdir í kommentakerfi hans voru frá klofblautum stelpum á aldur við dóttur þína […]

Ég dæmdi hann aldrei útfrá hundsdrápinu, enda ekki fullkominn hálfviti […]“

Minn kæri, þú ert nú hálffullorðinn. Ég þarf ekki að segja meira.

Nafnlaus sagði...

...Æi, þetta er svo aumkunarvert; hér stekkur fram ungur drengur með ágóðaglampa í augum, enda stórlega misboðið.

Og líklega fær hann lottó-vinning.

En sá verður greiddur með múlbindingu þeirra sem tjá sig á Netinu.

Og það er dýru verði keypt.

Vissulega hafa margir hlaupið á sig í þessu máli, en það var ekki persónulegt, það var bara þeirra háttur við að árétta eigið ágæti.

Líkt og við reynum öll, með misjöfnum árangri.

Og þessi Helgi reyndist ágæt viðbót í þennan réttrúnaðarstaðfestingargunn sumra.

Upp að vissu marki...

Líkt og þegar ÁBS bloggaði:

"I have MORE to say than Hemingway, and God knows, I say it better than Faulkner." Carson Mcullers. -
Þessa tilvitnun er að finna á Rithringnum. Svona tala rithöfundar ekki lengur, a.m.k. ekki á Íslandi. Ef einhver er að lesa þetta, þ.e. einhver sem þekkir verk mín: Hvaða höfunda myndi ég setja inn í staðinn fyrir Hemingway og Faulkner í þessu dæmi?


Og ég get bara bent honum á að setja Mengellu í fyrra tilvikinu, en Helga lottóvinningshafa í hinu síðara.

Vonandi dugar það til að rétta af ranglæti heimsins, en ég leyfi mér sannarlega ennþá að efast...

Nafnlaus sagði...

Glæpaskáld, varðandi komment þitt sem meint var til mín: What?

Nafnlaus sagði...

Mín kæra,

Hvað get ég sagt. Útsýnið héðan er margþætt en ekki þar með sagt að ég, eða hver annar, sjái alla leið.
Séð héðan, þar sem ég sit (í stól, við fartölvu - og fyrir utan er skerandi birta, klukkan orðin hálftíu að kvöldi), einhverjir krakkar fyrir utan að spangóla við fótboltamörk, héðan blæs vindurinn frá vinstri til hægri og rúturnar keyra í gagnstæða átt.

Hvað get ég gert, hvað get ég sagt?

Þegar alvöru Mengella skrifar, þá skal ég kommenta. Þegar stríðið, nóttin, pláneturnar hrapa og ganga inn dalinn.

En alltaf skal ég hugsa til þín.