Ljóð eftir Tim Burton
Barn eitt með nagla í augunum
Barn eitt með nagla í augunum
setti jólatré upp alveg eitt.
Það kom skringilega út
því það sá ekki neitt.
Þeir sem þekktu’ hann
-vinir hans-
kölluðu hann Jón.
Í augum allra annarra
var hann aðeins eitruð sjón.
Hann elskaði ammoníak og asbest
og sígarettureyk.
Það loft sem fyllti lungu hans
gerði hreystimenni veik.
Hann átti sér uppáhalds dót,
brúsa með eitruðu spreyi.
Það var mikið sem hann hlakkaði til
að úða á hverjum degi.
Í bílskúrinn stundum laumaðist
og færðist fullt í fang
við að fela sig á góðum stað
uns bíllinn fór í gang.
Ég sá hann gráta einu sinni.
Hann alveg fór á taugunum
þegar slatti af natríum klóríð
endaði í augunum.
Eitt sinn kaus hún mamma hans
að viðra’ hann úti í garði.
Hann byrjaði að skrælna upp
og var skorpinn fyrr en varði.
Hans stutta ævi endaði
Hann er dáinn! hátt var argað.
Hver hefði getað trúað því
að ferskt loft gæti fargað?
Þegar sál hans flaug á brott.
í þögulli bæn ég sat.
Hún gufaði upp til himna
og gerði' á ósónlagið gat.
14 ummæli:
Hvaða skelfilega þýðing er þetta?
Það kemur mér ekki á óvart að þú skulir deila áhuga mínum á lélegum ljóðaþýðingum, enda einn fremsti atvinnumaður landsins í lélegum þýðingum ómerkilegs efnis. Skal ég hvenær sem er játa mig eftirbát þinn á því sviði.
Hvernig er það, er ekki von á ódauðlegri snörun á nýjum þætti af World's Most Amazing Videos?
Er þetta ekki úr The Melancholy Death of Oyster Boy and Other Stories? Góð bók, það.
Jú, þú átt kollgátuna. Keypti hana í Iðu um daginn og þykir hún skemmtileg.
Er ekki munur á því að fá borgað fyrir að þýða sjónvarpssorp og að saurga verk Tim Burton?
Kannski ekki... En ég fæ þó salt í grautinn.
Jú, þetta er einmitt sami munur og er á því að sofa hjá nauðljótum aðila, annarsvegar upp á gamanið en hinsvegar fyrir borgun.
Nei, í rauninni ekki. Annað okkar sefur hjá ljótum aðila gegn borgun. Hitt sefur hjá gullfallegum aðila, aðila sem myndi flokkast sem draumaprins/prinsessa margra, og gerir það hrikalega illa.
Eins manns draumaprins er annars manns herfa.
Má vel vera. En Amazing Videos er ekki draumaprins neins. Og Tim Burton er draumaprins mjög margra.
Sum sé, valið stendur um að vera ég, tillitslaus elskhugi draumaprinsins, eða þú, portkona forljótra kúnna.
Ég pant vera bara ég áfram.
Ah, maðurinn er æði.
Ég myndi reyndar heldur kjósa að kalla þig nauðgara draumaprinsins, en hvað um það.
Þú mátt kjósa það mín vegna að kalla það, að sofa hjá draumaprinsum en gera það illa, nauðgun. Maður sem kýs að kalla sjálfan sig hóru á nú annað eins inni.
af hverju að eyðileggja ljóðin?
Bara....af hverju?
Skrifa ummæli