13. júlí 2007

Kristmann

Hlustaði á nokkuð áhugaverða úttekt Þórdísar og Þorgerðar á Kristmanni Guðmundssyni. Þær komu ágætlega til skila ýmsum erfiðum dráttum í skapferli hans, en kannski umfram allt situr eftir hugmyndin um lítinn félagsþroska íslensku þjóðarinnar. Kristmann, sem var lausaleiksbarn og yfirgefinn af móður sinni, átti erfitt með að finna lífsförunaut. Hann varð mikill kvennabósi og kvæntist oft. Samfélag einkvænismanna var ekki að gúddera slíkan mann og því varð að finna einhverja skýringu á lífsháttum hans, sem meikuðu sens í hugum hinna betri borgara. Nærtækasta skýringin var sú að hann væri kynferðisglæpamaður. Maður, sem misþyrmdi konum sínum með viðurstyggilegum hætti. Biti af þeim brjóstin og hvaðeina.

Kristmann var meingölluð persóna. Þó held ég að gallaðasta persónan hafi verið og sé enn, þjóðin sjálf.

Engin ummæli: