17. júlí 2007

Geisp!

Án þess að ég nenni út í enn eina Hver er ég? umræðuna þá er rétt að benda eltihrelli Ingólfs á að hann sver af sér allan skyldleik við mig í dag. Þú verður því framvegis að viðra tennisolnbogann á hans síðu.

Bastarður Víkinga er einnig að missa sig þessa dagana yfir því að ég sveifli atgeirnum ekki af sömu ástríðu og áður, ég sé því önnur Mengella en ég var. Þessi áráttukennda hamsleysa hans vakti með mér nokkrar furður, þar til ég las þá yfirgengilega barnalegu athugasemd hans um að ég hefði kannski fengið á broddinn (sic), enda væri það þekkt banamein mikilla anda, sem yrðu við brundlosun að deigum andans dvergum.




Það má vel vera að fyrir manninum á myndinni, sem kennir sig við bastarða, sé það almanaksviðburður að vera leginn. Það má einnig vera að í þessari eindæma veðurblíðu, þar sem náttúran virðist lögst í lið með öllum Íslendingum, öðrum en honum, þá verði brundfyllisgremjan óbærileg.

Það er jú þekkt einkenni á yfirspenntum sálum að þær sjái ekkert nema hægaganginn hjá öðrum.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er dáldið skotinn í þér. Verst að þú ert ekki kvendi.

Nafnlaus sagði...

Ok María, ég vissi að þú misstir bæði hárið og vitið á svipuðum tíma. Hélt að hvoru tveggja hefði skilað sér en sé nú að aðeins annað hefur komið aftur.
Fínt hár, vinan!

Bastarður Víkinga sagði...

Góður!

Bastarður Víkinga sagði...

Bíddu, that's it?

Á ekkert að gera meir?

Nafnlaus sagði...

Ég er dáldið skotin í þér. Verst að þú ert kvendi.

Bastarður Víkinga sagði...

Kommon, þú getur gert betur en „Nei, þú sjálfur!“.

Nafnlaus sagði...

Verð að vera með..

Ég er dáldið skotin í þér. Hvort sem þú er kvendi eður ei.

Einar Steinn sagði...

Verð að taka undir með Bastarðinum. Bjóst nú við aðeins tannhvassara og meinhæðnara svari. Smá svona "þúst... mamma þín"-fílingur yfir þessu.

Ó Mengellir, andaktugur í innfjálgi sviptivinda örlaga! Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? *sniff*

Þú færð samt smá prik fyrir upphafssetningarnar hennar Ellýjar, þær eru fínar, þó eigi toppi þær hagmæli ungskáldsins Rítalíns.