4. júlí 2007

Nafnleysi - taka 2

Kristján Atli, fylgitungl Eyvindar Karlssonar, hefur þanið upp kassann og síðan básúnað endurkomu mína í netheima undir fyrirsögninni The Bitch is Back.

Efni pistilsins er rýrt. Að ég sé leiðindaskarfur en höfði um leið til hans, og annarra, skítlegustu hvata og að ég hafi sama rétt til að tjá mig um nafnleysi og barnaníðingur um kynferðisbrotalöggjöf.

Sá ljóður er á ráði Kristjáns að hann er ekkert óskaplega vel læs. Hann verður því hratt ringlaður þegar dempt er á hann torskildu lesmáli. Það væri svosem ekki svo slæmt, nema vegna þess að hann telur sig skuldbundinn að hafa skoðun á öllu sem hann les. Það er slæm blanda.

Annar galli á honum er sá, að hann er af manngerðinni eltitík. Það er reyndar ekki hending. Fólk sem á erfitt með að hugsa óhlutbundið (sbr. lestrarörðugleikana) verður gjarnan að þeirri manngerð. Þetta er fólk sem þarfnast svart/hvíts veruleika og átrúnaðargoða. Kristján er af þessari sort. Eltitíkur einkennast af fátæklegu hugarstarfi, einföldum áhugamálum og andlegum stásshillum. Þannig þola eltitíkur yfirleitt ekki annað enn að eiga fá og skýrt skilgreind uppáhöld. Uppáhaldstónlistarmenn, uppáhalds höfunda, uppáhalds fótboltalið og uppáhaldsvini.

Öll efahyggja er eltitíkum erfið. Og kem ég þar inn í mynd eltitíkarinnar Kristjáns.

Kristjáni þykir stundum gaman að lesa bloggið mitt. En hann þolir illa nafnleysingja og harkalegt orðbragð. 90% lesenda minna eru í nákvæmlega sömu stöðu. Þeir lesa mig því eitthvað við skrif mín hugnast þeim en þeir eiga erfitt með að þola eitthvað annað í fari mínu.

En þeir lesendur minna, sem ekki eru eltitíkur þola það vel, að bloggið sem þeir lesa sé skrifað af manneskju, sem þeir ekki geta lagt blessun sína yfir að öllu leyti. Þeir vita, að þannig er veruleikinn hjá greindu fólki. Öllum bögglum fylgja skammrif. Þeir allra gáfuðustu af lesendum mínum hafa síðan gengið enn lengra og áttað sig á því, að svona megi þetta bara vera.

Á botninum liggur Kristján litli, ráðvilltur og óttasleginn. Þolir það ekki að hér sé komin manneskja sem í senn er ædol og asni, veit ekki hvort hann á að setja hana á svörtu eða hvítu hilluna í huganum, skilur ekki allt sem hún segir en hefur hugboð um að það sé slæmt, það í raun hljóti að vera slæmt fyrst hún komi ekki fram undir nafni. Á sama hátt mun Kristján líklega ekkert skilja í þessari færslu. Aðeins sjá hana sem árás.

Kristján minn, ég veit ekki hví ég er að eyða orðum í þig. Ég er svo miklu gáfaðri en þú að það er næstum erfitt að leggjast niður á þitt plan. Þú hefur svo takmarkaða andlega burði að það er útséð með að þú getir skilið það sem ég hef við þig að segja. Umkvörtunarefni þín í minn garð eru svo ómerkileg og einföld að það er skömm að því, að þú nennir að draga þau fram á borð aftur. Helmingurinn af eldri færslu þinni er misskilningur, sprottinn af því hve illa þú ert læs.

24 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlar þú að "dempa" á hann torskildu lesmáli, helvítis mongólítatussan þín?

Mímímí, hann skilur ekki neitt, ég ætla að "dempa" á hann torskildu lesmáli.

LÆRÐU AÐ SKRIFA ALMENNILEGAN TEXTA ÓGEÐIÐ ÞITT

Nafnlaus sagði...

ég hef á tilfinningunni að nafnlaus nr. 1 hafi fengið ótímabært sáðlát í nýju hagkaupsbrókina sína við að finna þessa innsláttarvillu mengellu.

well spotted.

Nafnlaus sagði...

gaman að þessu

Nafnlaus sagði...

[90% lesenda minna] lesa mig því eitthvað við skrif mín hugnast þeim en þeir eiga erfitt með að þola eitthvað annað í fari mínu.

... að þessu leyti á Mengella margt sameiginlegt með Ellý Ármanns.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus eða ekki....Mengella er án efa alger snillingur.

Nafnlaus sagði...

„Kristján minn, ég veit ekki hví ég er að eyða orðum í þig. Ég er svo miklu gáfaðri en þú að það er næstum erfitt að leggjast niður á þitt plan.“

Þú gerir þér grein fyrir því að með þessari setningu opinberarðu enn meiri heimsku en nokkru sinni fyrr, og leggst á töluvert lægra plan en Kristján nokkurn tíma. Þú áttar þig á því, er það ekki?

Nafnlaus sagði...

Vá, Þeir sem lesa mig og fíla eru gáfaðir, aðrir eru heimskir. Ég er gáfaður og bestur... Ég er partur af þessum 10% sem gjörsamlega hata þig og ég hef aldrei áður séð þessa síðu né lesið nokkuð sem þú hefur skrifað hér. Megi guð hafa miskun á þínu aumkunarverða lífi.

Nafnlaus sagði...

Þessi síða er skemmtileg félagsleg tilraun. Það er magnað að sjá hvað nokkur orð geta vakið upp mikið hatur.

Svo velti ég fyrir mér hvort orðin (?) "mongólítatussa" og "mímímí" flokkist undir efnivið í almennilegan texta.

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki að því gert, en mér þykir hugtakið fylgitungl í þessu samhengi gegndarlaus snilld. Þrátt fyrir að vera ekkert slíkt þá liggur við að ég játi mig sekan, svo flott er þetta viðurnefni.

Breytir því samt ekki að þú sálfræðigreinir manneskju sem þú hefur aldrei hitt, ert ennþá sú eina í þessu tveggja-bloggara samtali sem gengst upp í skítkasti og - þrátt fyrir yfirlýsingar um meint ólæsi mitt - ert ennþá sú eina sem á í vandræðum með að blogga á íslenskri tungu, eins og fyrstu ummælin hér fyrir ofan báru vitni um.

*klapp á hausinn* Flott hjá þér, Mengella. Dugleg stelpa ...

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki að því gert, en mér þykir hugtakið fylgitungl í þessu samhengi gegndarlaus snilld. Þrátt fyrir að vera ekkert slíkt þá liggur við að ég játi mig sekan, svo flott er þetta viðurnefni.

Breytir því samt ekki að þú sálfræðigreinir manneskju sem þú hefur aldrei hitt, ert ennþá sú eina í þessu tveggja-bloggara samtali sem gengst upp í skítkasti og - þrátt fyrir yfirlýsingar um meint ólæsi mitt - ert ennþá sú eina sem á í vandræðum með að blogga á íslenskri tungu, eins og fyrstu ummælin hér fyrir ofan báru vitni um.

*klapp á hausinn* Flott hjá þér, Mengella. Dugleg stelpa ...

Mengella sagði...

Ég hélt að þú værir hættur, Kristján.

Ef fyrst að svo er ekki, held ég að það væri ráð að þú bentir fólki á staðinn þar sem ég kallaði þig sköllóttan smásvein og vergjarna, fituhlussu.

Þú hefur af því talsvert yndi að vitna til þessara orða til marks um skítkast mitt og lygi. Hið rétta er, að ég hef aldrei kallað þig þessum nöfnum. Takmarkaður skilningur þinn á íslensku olli því að þú hélst svo vera. Og fyrst þú ert að svara á annað borð, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, væri ekki úr vegi að þú skýrðir mótsögnina sem þú þykist hafa séð í pistli mínum. Það mun líklega reynast erfitt því þú skilur ekki hugtakið mótsagnir frekar en vinur þinn, Eyvindur. Ert bara ekki nógu gáfaður.

Nafnlaus sagði...

Ekkert óskaplega vel læs.

lestrarörðugleikar.

Áttar þú þig á því að þú ert að tala um mann sem var að klára BA gráðu í bókmenntafræði. Og þú kallar hann ólæsann

og síðann segiru að þú sért ædol.
Ég segi ædol nei, asni já

Nafnlaus sagði...

ég segi tvö "n" góð, eitt "n" slæmt. meeee.

Nafnlaus sagði...

ert ÞÚ að kalla mann sem er svo augljóslega 99% gáfaðri en þú ólæsann og heimskann.

Hver heldur þú að þú sért, og af hverju skrifaru heila bloggfærslu um Kristján og segir síðann í endann á henni ,, Kristján minn, ég veit ekki hví ég er að eyða orðum í þig. Ég er svo miklu gáfaðri en þú að það er næstum erfitt að leggjast niður á þitt plan. Þú hefur svo takmarkaða andlega burði að það er útséð með að þú getir skilið það sem ég hef við þig að segja''. Talandi um að vera heimsk(ur). Ef þér finnst hann vera það heimskur að hann skilji ekki það sem þú ert að segja um hann af hverju ert þú þá að eiða tíma í að rífast við hann


HREIN HEIMSKA!!!!!!!

Mengella sagði...

Ég skeini mér á svona auvirðilegri titlatignun.

Mengella sagði...

Þegi þú svo, peð.

Nafnlaus sagði...

verst að þú getur ekki skeint drulluna úr hausnum á þér

Nafnlaus sagði...

Mengella má kasta skít í aðra að vild. Það er hinsvegar bannað að kasta skít í Mengellu.
Skiljið þetta, hálfvitar. Farið svo endilega að fáviskujafna þessar heimsóknir hingað.

Nafnlaus sagði...

skítkastsjöfnun er þó tiltölulega einfalt lögmál og ætti að vera auðvelt í framkvæmd.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus 17.20 og nafnlaus 17.33 skyldu þó ekki vera sami maðurinn (Kristján Atli?)? Eða er bara svona vinsælt að hafa tvö enn í lok karlkyns lýsingarorða?

Nafnlaus sagði...

Þetta er held ég það hlægilegasta sem ég hef séð.

Nafnlaus sagði...

Æji Eyvindur, elsku Eyvindur. Þú og hinir félagar þínir sem kokgleypa önglana sem Mengella leggur út eru í senn bæði aumkunarverðir og hlægilegir.

Ekki hætta. Þetta er svo ómótstæðilega fyndið.

Nafnlaus sagði...

Ég veit. Þetta er hilarious.

Nafnlaus sagði...

Af hverju skiptir það alla sona miklu máli að einhver auli úti í bæ skrifaði nn.

Og nei, aulinn úti í bæ er ekki sama manneskja og ég og ég er ekki Kristján Atli:)

fannst rétt að láta ykkur mengellu-dýrkenduna vita;)