11. júlí 2007

Ljósleiftur og dauði

Hefði fólk vitað að sú tíð myndi renna upp, að hægt væri að umrita hljóð, mynd og texta leikandi létt á tungumál ljósleiftra á svotil hverju einasta heimili og senda á ógnarhraða á milli fólks hvar sem er á jörðinni, til hvers skyldi það hafa haldið að tæknin yrði notuð?

Ég er nokkuð viss um, að seint hefði hvarflað að fólki að framtíðarsálir hefðu einna mesta ánægju af því að spæja dauðastríð hvers annars um ljósþræðina. En þannig er það samt orðið. Stór hluti ljósleiftranna er lagður undir fréttir af dauðum og deyjandi. Hetjubloggin og mæspeissíður, sem lifa eigendur sína, eru að sölsa undir sig netið eins og krabbamein.

Sjúklingarnir fá fróun við að rekja raunir sínar og við hin njótum þess að það eru jú þeir sem eru að deyja en ekki við.

Þetta er hætt að snúast um samhygð, þetta er orðið eitt allsherjar, risastórt rúnk.

Hetjubloggararnir eru ekkert annað en nútíma skylmingaþrælar. Við njótum þess að sjá þá deyja, við fáum kikk útúr því. Ef hetjubloggari myndi öðlast kraftaverkalækningu og verða alheill þætti okkur það antiklæmax. Ef dauðastríðið teygist á langinn verðum við óþolinmóð og missum jafnvel áhugann. Ef dauðinn vofir yfir skoðum við oft á dag. Okkur finnst gaman að þetta fólk er að deyja. Þetta er afþreying fyrir okkur.

Það er bara spurning um tíma hvenær hetjublogg kemst upp á næsta þrep, dauða í beinni útsendingu. Tæknin er til staðar, það eina sem þarf er ögn meiri tími. Dauðinn, sem þögn og síðan stutt tilkynning frá aðstandendum, þarf að verða ögn hversdagslegri. Og við munum elska það, elska það að horfa á fólk slást við að ná andanum, fíla það í tætlur að sjá nábjargirnar veittar.

Og eftir það eru það skylmingaþrælarnir.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neh. Þessi tegund blogga dagar uppi. Nýjabrumið er jú ekki enn farið af.

Um leið og hetjubloggarar fá ekki eftirsótta athygli og minningagrein framarlega í Mbl., hætta aðrir við að fara á sömu slóðir.

Þetta snýst jú á endanum um athygli, er það ekki?

Nafnlaus sagði...

Ég er að spá í að fara að blogga um viðvarandi harðlífi mitt.

Sveinsson sagði...

Ein pæling. Hvernig verður maður hetja af því einu að fá krabbamein og deyja síðan?

Það eru allir hetjur í dag. Frænka mín barðist við krabbamein og lést úr því...ekki er það nú mikil hetjudáð.

Svo að maður sé svolítið kaldlyndur.

Kv,
Sveinsson
www.vicmackey.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

En hún hefur væntanlega háð hetjulega baráttu - ekki bara gefist upp þá og þegar hún komst að því að hún bæri meinið - geri ég ráð fyrir.

Nafnlaus sagði...

Það er eitt sem ég hef brotið heilann um sem mér þykir vert að minnast á. Eftir endurvakningu Mengellunnar virðist egg Mengellusverðsins ekki jafn beitt og áður fyrr, þ.e.a.s. miðað við fyrirhlés pistla.
Brýnd vopn óskast í komandi pistlum.
Sumum þykir þú meira að segja farin að líkjast þeim aumu bloggurum sem hafa, réttlætanlega, fengið að finna fyrir óheflaðri gagnrýni á þessari síðu. Þá er nú mikið sagt.
Með von um fleiri kaldar vatnsgusur sannleikans,

Kveðja,
Daglegur Lesandi

Nafnlaus sagði...

Þetta er reginmiskilningur hjá Daglegum. Mengella hefur alltaf stundað nokkuð fjölbreyttan bloggstíl (sem hefur gefið þeirri keningu byr undir vængi að um sé að ræða nokkra aðila). Mér finnst hún best þegar hún í rólegheitunum bendir á eitthvað hnýsilegt eða áhugavert.

Það er skemmtilegast að lesa hana þegar hún er reið og dálítið rætin en hun hefur ekki fallið í þá gryfju að vera það alltaf þótt sumir af lesendum hennar vildu það.

Það er ekkert gaman að þeim sem er alltaf mikið niðri fyrir, mér finnst fínt að lesa hana afslappaða líka. Og ennþá er hún sú eina sem þorir að segja eitthvað á borð við það sem stendru í færslunni her fyrir ofan. Og ef ekki sú eina sem þorir þá amk sú eina sem kemur með þessa sýn á málið.

Annar daglegur lesandi.

Mengella sagði...

Daglegu lesendurnir hafa báðir nokkuð til síns máls.

Í fyrsta lagi vil ég að það komi fram að ég er ekki lírukassaapi, ég blogga ekki til að þóknast neinum nema sjálfri mér. Ég blogga um það sem vekur athygli mína þann daginn og með þeim tökum sem mig langar til. En ég skal vel viðurkenna að ég hef haldið örlítið aftur af mér í sumar. Ástæðan er einföld.

Það gerist reglulega að linkað er á þessa síðu af t.d. b2.is eða 69.is, moggabloggurum og nú nýlega eyjubloggurum. Í sjálfu sér er það allt í lagi, en þá vilja streyma hingað mörghundruð manns í viðbót við hefðbundna gesti.

Síðustu viku eru þetta að lágmarki 5000 manns sem hafa streymt hingað með þessum hætti.

Ég er farin að venja mig við að sitja þessar heimsóknir af mér í þeim eigingjarna tilgangi að þurfa ekki að lesa heimskulegar athugasemdir og tölvupósta bjánanna í tugavís.

Á meðan skrifa ég venjulega eitthvað sem krefst ríflegri vitsmuna að fá einhvern botn í, texta sem fer í taugarnar á heimskum, þeir skilja hann ekki - og hafa af honum litla ánægju, og láta sig því yfirleitt hverfa.


Ég er semsagt að fæla burt heimskingja þessa dagana. Hvað það segir um Daglegan lesanda #1 ætla ég að láta honum eftir að ráða í.

Nafnlaus sagði...

Bull og þvættingur...

Mínar rannsóknarheimildir benda til þess að Mengella sé alltaf full,og þessi stílbrigði sem þið eruð að fjasa um er ekkert annað en mis-mikið fyllerí hjá byttunni.

Afhverju hún er svo aftur orðin svona bitlaus,segir mér líka að kindin sé ólétt...Hugsið ykkur..Mengella ólétt!! Nú fer allt að verða betra í heimi þessum..

Nafnlaus sagði...

GSvngi said...
Bull og þvættingur... !!!

Ég hef ekki haft mikinn tíma til að lesa alla þá pistla sem eru hér á blogginu, en ég hef hinsvegar tekið eftir því , af því litla sem ég hef lesið, að mengella fer sérstaklega mikið í taugarnar á tiltekinni tegund karlmanna. Þrátt fyrir að koma fram undir nafnleysi ellegar kjánanöfnum geta þeir ekki leynt sínu íslenska karlmannseðli. Ég held að færslan hér að ofan sé nánast botninn. Karlgreyið er svo viti sínu fjær af ótta við konur að hann vill helst hafa þær fullar eða ófrískar, þannig eru þær viðráðanlegastar.
Karlmenn af þessari gerð óttast mest konur sem hafa vald á hugmyndum, orðum, og eru ósparar við að setja stígvélið ofan í munnholið á heimskingjum.
p.s.
Ég er nokkuð viss um að manngerðin hér að ofan á erfitt með að skilja heila setningu nema í henni sé orðið " vítaspyrna " ( ég læt það þessvegna fylgja með þessu kommenti) . VÍTASPYRNA