30. mars 2007

Léleg þýðing á snotru ljóði

Lélegar ljóðaþýðingar eru vanmetin listgrein. Hér er ein slík. En það er svosem ekki eins og frumgerðin hafi verið neitt stórkostlegt listaverk sjálf. En máski að ég geti með lesendum síðunnar meitlað þýðinguna til. Skrifið umbótatillögur í kommentakerfið og sjáum hvort þýðingin verði snilld á endanum. Eða sleppið því.

Á hverjum degi að öllu leyti.

(Dr. Coue: „Ég verð betri og betri á hverjum degi að öllu leyti.“)


Ég vaknaði í morgun
og velti fyrir mér
hvar væri kempa, hetja há.
Jú — sjá, ein stendur hér!

Ég sjálfur hóf minn arm á loft
með sigurhreina lund,
sagði: „Þú ert sannarlega æði!“
og fékk mér hænublund.

Ég greip mig í fang mér sjálfum
datt ekki í hug að telja fé,
ég taldi aðeins sjálfa mig
þar sem yfir vatn ég sté.

Sólin skein af aðdáun,
hafið brosti breitt:
„Þú ert algert æði
Þér fremra er ekki neitt.“

Mig dreymdi mig á engi,
englar sungu sálm.
Á brott ég hrakti dísir og hirða
með sitt leiða fálm.

Stúlka bauð mér epli,
sagði: „Ókeypis fyrir þig.“
„Ég hef enga lyst, mín væna,
ég er að spara mig fyrir mig.“

Mig dreymdi ég væri á himnum,
Guð sagði: „Taktu við!
Þú er algert æði.
Fyrir þér ég bið.“

Enginn syngur betur,
fallegra fés þú aldrei sást.
Stundarhrifning segir kærastan
en ég þekki sanna ást.
Kit Wright

11 ummæli:

Mengella sagði...

Every Day in Every Way

When I got up this morning
I thought the whole thing through:
Thought, Who's the hero, the man of the day?
Christopher, it's you.

With my left arm I raised my right arm
High above my head:
Said, Christopher, you're the greatest.
Then I went back to bed.

I wrapped my arms around me,
No use counting sheep.
I counted legions of myself
Walking on the deep.

The sun blazed on the miracle,
The blue ocean smiled:
We like the way you operate,
Frankly, we like your style.

Dreamed I was in a meadow,
Angels singing hymns,
Fighting the nymphs and shepards
Off my holy limbs.

A girl leaned out with an apple,
Said, You can taste for free.
I never touch the stuff, dear,
I'm keeping myself for me.

Dreamed I was in heaven,
God said, Over to you,
Christopher, you're the greatest,
And Oh, it's true, it's true!

I like my face in the mirror,
I like my voice when I sing.
My girl says it's just infatuation.
I know it's the real thing.

By Kit Wright

Vangaveltur Herberts sagði...

Og ætlar þú svo að svara innsendum tillögum á þinn óviðjafnanlega hátt?

Nafnlaus sagði...

Mjög frambærilegt. 9.5. Þó saknar maður etv nafnsins, Cristhopher (kannski Sigurður?). Og afhverju er fornafnið ég skáletrað? Mér finnst það setja íróníu í kvæðið sem þar á ekki heima.

Mengella sagði...

Sammála með skáletrunina.

Kristófer kemur alveg til greina, einhver vísun til Krists vafalítið. Uppástungur?

Nafnlaus sagði...

Nja, ég held að þetta sé ekki Kristgervingur, það sé oftúlkun, bara Sigurður, segi ég.

Iceland Today sagði...

Mér fannst þetta svo hlægilegt og skemmtilegt í þýðingunni að ég tel best að hrófla ekkert við þessu. Láta það standa. Það er til nóg af ljóðum í heiminum hér í heimi hér.

Guð sagði: „Taktu við!
Þú er algert æði.
Fyrir þér ég bið.

Nafnlaus sagði...

og lep á meðan sæði...

Nafnlaus sagði...

Sérhvern dag á sérhvern veg

Þegar ég fór á fætur
flögraði hugsun sú
að mér hver væri hetja dagsins
Mengella, það ert þú

Vinstri armur hóf minn hægri
Hátt í átt að sól
lýsti Mengellu afbragðs snót
og fór aftur upp í ból

Ég lukti mig eigin örmum
en enga taldi kind
Ég taldi hjarðir sjálfrar mín
leggja á djúpa lind

Kyssti sólin kraftaverkið
Kímdi hafið blátt
Við kunnum verklagi þínu vel
Og virðum á allan hátt

Mig dreymdi grænar grundir
þar gall við engla kvak
dísa- stóð og smala mátti
ég hrista of mitt bak

Epli pilts mér án þess kæmi
að launum greiðsla nein
bauðst, ég aftók allt það mál
ég vil njóta mín allrar ein

Ég hélt mig vera á himnum
heyr, orðið drottins flaug
Mengella þú er allra best
og engu þar guðinn laug

Ég ásjónu spegilsins elska
ég eigin söngröddu ann
vinur minn segir það óráðsást
en ég þekki ást með sann

Nafnlaus sagði...

Þetta geturðu, melurinn þinn. Ég myndi segja að þetta sé orðið abbragð, verði ekki betra og óhætt að snúa sér að öðru.
bkv

Nafnlaus sagði...

http://magaadgerd.blog.is/blog/magaadgerd/
Mig langaði bara að benda á þessa síðu. Einhvern veginn dettur manni Mengella í hug við lesturinn.

Nafnlaus sagði...

Ég myndi láta þetta standa óbreytt ;)