10. mars 2007

Yfirdrepsskapur og uppskafning

Ég skal játa fyrst allra að auðveldara er að koma auga á gallana í fari fólks en kostina. Flestir eru einhverskonar töggótt samsuða hvorstveggja. Þó vilja hlutföllin vera fólki undarlega óhagstæð.


Mér þykir ekkert skemmtilegra en að uppgötva fólk sem vit er í. Ég hreinlega nýt þess að lesa texta eftir skynsamt og orðheppið fólk. En af einhverjum ástæðum verður alltaf erfiðara að finna það.


Blogg opinberar persónuleikann á bak við það. Það þarf einstaka stílista til að hylja fínni drætti persónuleika síns og halda óræðri ásjónu í skrifum sínum.


Ég lék mér að því (þar sem ég er áhugamaður um persónusköpun) að greina nokkra þekkta persónuleika í bloggheimum:


Guðmundur Steingrímsson:


Guðmundur er fram úr hófi hégómlegur bloggari. Kallaðu upp síðuna hans og við þér blasa þrjár myndir af honum. Stór af glyrnunum í honum, portrettmynd af honum í afkáralegri hryggskekkjustellingu og skjáfryst sjónvarpskappræðumynd af honum í miðri ræðu, n.t.t. miðju sérhljóði með spaðann í valdmannslegri stöðu. Guðmundi þykir þetta vafalítið voðalega flott hjá sér, en er bara broslegur. Ef Ricky Gervais myndi gera þætti um getulítinn en hégómlegan stjórnmálamann myndi hann tækla persónuna eins og Guðmundur tæklar sjálfan sig. Efnislega virðist sem svo að Guðmundur telji sig einhverskonar frónskan David Cameron. Reynir voða mikið að virðast blanda af gáfumenni, húmorista og atorkumanni. Gallinn er að Guðmundur hefur álíka miklar gáfur og þokka í öllum líkamanum eins og Cameron hefur í nefinu einu - en það er að vísu stórt nef. Loks heldur hvimleitt mállýtið aftur af Guðmundi.


Brynja Björk:


Mér líður núna eins og ég sé að fara að tala illa um þroskahefta. Það er erfitt að vita hvar maður byrjar á Brynju Björk. Hún setur stemmninguna fyrir síðuna með yfirskriftinni: „Aldrei hefja rifrildi við einhvern sem kaupir blek í tunnum.“ Ég hef reynt að forðast heldur bloggið hennar, en rambað inn á það af rælni nokkrum sinnum. Ég meira að segja skrifaði athugasemd við eina af færslunum hennar.


Afsakið?

Gleymdi einhver að segja mér að ég væri með minni heila en karlmenn? Af hverju þurfa konur að keppa í sérflokki í skák???

Ég benti henni vinsamlegast á að hún ætti líklega kollgátuna því, eins og flestir sem lokið hafa grunnskóla vita, hafa konur einmitt minni heila en karlmenn. Og ég bætti við vinalegum grunsemdum mínum um að hennar væri líklega í minna lagi. Þetta var að sjálfsögðu áður en ég tók eftir hótun hennar um blekbaðið og ég prísa mig sæla yfir því að svo virðist sem það hafi einmitt verið blektunnuberinn sem átti að koma til hennar upplýsingum um heilastærð þegar hann skottaðist til hennar með blektunnuna. Því hvorugt virtist hafa skilað sér. Hinsvegar er enginn hörgull á strokleðri í hennar búi. Brynja er þessi dæmigerða smástelpa sem lætur sig dreyma um að vera heimsborgari. Miðað við myndirnar á síðunni uppfyllir hún öll skilyrði þess. Spúsi hennar er annað hvort með öldrunarsjúkdóm eða var byrjaður að drekka og sofa hjá þegar Brynja lá með sitt myndarlega nef ofan í Enid Blyton. Síðan hefur ekkert gerst annað en það að Enid innprentaði í Brynju þá ranghugmynd að heimurinn yrði einhvers bættari við skrif hennar og spúsinn varð fyrir því óláni að hrumleikinn prentaði á hann mynd manns með strokukollu, þ.e. hár sem augljóslega er að reyna að flýja afturfyrir hvirfilinn, niður á bakið. Sambönd gerast ekki gæfulegri. Aldurhnigið útlit hans og fagurgali um að hann hrífist af greind hennar sannfærir hana um að hún sé í raun og veru einhvers gildandi í heimi fullorðinna. Og hann fær að ríða síðgelgjukroppi.


Sigmar Guðmundsson:


Sigmar Guðmundsson er eins og hálffrosið kaffimeðlæti hjá gamalli, ringlaðri frænku. Sú gamla heldur að það sé ómissandi en allir hennar gestir hálf kvíða því þegar þeir heyra hana bjástra við bakkann frammi í eldhúsi. Enginn hefur hjarta í sér að hryggja þá gömlu með sannleikanum um bakkelsið. Af óskiljanlegum ástæðum hefur einhver innan Rúv kosið að sparsla upp í hverja einustu dagskrárglufu með Sigmari. Hann er hvergi neitt sérstakur. Hann kemst nokkuð skammlaust frá flestu en hefur enga útgeislun. Af honum stafar ekkert náðarvald. Hann er eins bloggari. Meðan hann bloggar um nauðaómerkilega hluti eins og fótbolta og yfirborðskennt þvaður um daginn og veginn er hann sæmilegur. Um leið og hann þykist gáfaður eða einlægur missir maður áhugann. Yfir öllu er einhver óþolandi Morfísbragur sem loðir við hann eins og lyktin við betlarann. Sigmar er öldruð útgáfa af vinum Eyvindar Karlssonar.


Vélstýran:


Áhuginn á Vélstýrunni blossaði upp með Moggablogginu. Í fyrstu var um að ræða venjulegan áhuga margmennis á viðundrum. Það vildu allir sjá þessa konu hvers typpi lagði í landvinninga upp í kviðarholið og gerðist í leiðinni brautryðjandi á leið annarra typpa upp í sama hol. Svo kom bara í ljós að Vélstýran var svo miklu meira en innfallið typpi. Hún er ágætis penni. Hún er ekki smáfríð og á að baki æði grugguga fortíð með vændiskonum og leðurfésum en hún fellur í kram tveggja hópa fólks. Annarsvegar þeirra sem hafa áhuga á fréttum líðandi stundar, hinsvegar hinum ógeðslega hópi vinasafnara á Moggablogginu. Þessi stærsti leshringur landsins tryggir Vélstýrunni stöðugan straum lesenda. Við hin þolum það alveg að sjá af nokkrum mínútum á viku í að lesa bloggið hennar.

60 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert snillingur

Nafnlaus sagði...

Fyrst verið er að taka fyrir þekkta bloggara, er þá ekki réttast að setja fram hvernig Mengella kemur mér fyrir sjónir;

Ekki fer á milli mála að Mengella er sterkgáfuð, vellesin og vel máli farin. Ég les reglulega blogg hennar og hef gaman af. Í skrifunum skín þó í gegn reynslu- og þroskaleysi hennar sem einstaklings. Hún hefur lítið umburðarlyndi gagnvart náunganum og opinberar hugleysi sitt með því að ráðast á menn og málefni sjálf varin með nafnleysi. Líklega þjáist hún af minnimáttarkennd. Engu að síður eru pistlar hennar oft áhugaverðir og alltaf skemmtilegir. Hún er ein af betri bloggurum Íslands.

Brynja Björk sagði...

Þvílík upphefð!

Mér hefur tekist að verða umfjöllunarefni Mengellu, sem sjálf er líklega heimaverkefni hjá einmana bókmenntafræðinema sem lifir í gegnum hana. Önnur kenning er sú að hér sé um að ræða vinnulítinn fjölmiðlamann sem styttir sér stundir með fígúrunni Mengellu. Þyrði að sjálfsögðu aldrei að láta saurinn sem frá honum vellur frá sér undir nafni.

Ég hef blandað mér í hóp með ágætu fólki. Gummi Steingríms, Simmi og sjálf Vélstýran. Ég þigg þá gullhamra með þökkum. Þau verða eflaust einnig upp með sér að hafa orðið skotspónar bókmenntasnobbs sem varð frægur á spjallvefnum barnaland.is

Það kemur mér á óvart að helmingnum af persónugreiningu minni sem bloggara er eytt í manninn minn. Ég hlýt að vera svona leiðinlegur karakter. Ekki er nöldrað um Alexíu eða Þóru í þessum pistli. Þær gráta sig eflaust í svefn. Biturðin sem einkennir þann hluta greiningarinnar kemur hins vegar neyðarlega upp um Mengellu. Sú staðreynd að henni skuli vera svo annt um samband mitt við ektamanninn gefur til kynna persónulega óbeit á okkur báðum.

Nýyrðið síðgelgjukroppur er hins vegar frábær tilbreyting frá því tilgerðarlega orðagljáfri sem annars einkennir stíl Mengellu.
Ég vil þakka Mengellu kærlega fyrir að hafa kallað mig síðgelgjukropp. Ég ylja mér við þau orð þegar appelsínuhúðin bankar upp á eftir nokkur ár.

Mengella sagði...

Guðrún: Þetta er áhugaverð greining og líklega alveg rétt.

Brynja: Verði þér að góðu.

Ef þetta er það beittasta sem kemur úr blekámu þinni, þá hefur þú stórlega ofmetið þig.

Hverskonar sauður ræðst á einhvern fyrir skrúðmælgi og notar til þess orðin „tilgerðarlegt orðagjá[l]fur“?

Pretentious? Moi?

Svo stórum hluta af greiningu minni á þér var beint að spúsa þínum vegna þess að hann er mjög lýsandi fyrir þína persónusort. Það er hinsvegar ekki af vanrækslu sem Þóra og Alexía voru ekki nefndar á nafn. Umfjöllun um Þóru fólst í orðunum: „yfirborðskennt þvaður um daginn og veginn“, en eðli málsins samkvæmt kemst ekkert annað að í greiningunni á Guðmundi en hann sjálfur. Ég nefndi einnig sporgöngutyppin hjá Vélstýrunni. Þú ert því ekki eins ein á báti og þú heldur.

Ég held það sé hárrétt greining á sjálfri þér að eins og staðan er í dag verði þér mestur ylur í framtíðinni af þeim líkama sem þú eitt sinn varst.

Nafnlaus sagði...

Ég greini öfund í þessum pistli þínum Mengella góð. Þú sjálfur, sá er heldur á pennanum ert ekki nógu áhugaverður karakter og þarft að búa til alterego af sjálfum þér til þess að vekja á þér athygli.

Þér hefur eflaust verið mikil fróun í athugasemdinni frá BB enda er tilgangurinn með Mengellu væntanlega sá að níða aðra með slíkum hætti að svíði undan.

Farðu aftur á barnaland, umræðan þar er við þitt hæfi.


- Jóhannes Ásmundsson

Nafnlaus sagði...

HHAHAHAHAHA ohh þú ert svo frábær pennni!!!

Hún er svo ógeðslega glötuð gella hún Brynja Björk, heldur að hún sé geðveikt gáfuð og eikkva en er náttla bara hálviti með ekkert á millli eyrnana.

Mengella sagði...

Jóhannes, átti mér að svíða undan þessu?

Annars hefur þú ekki fylgst með, ég get ekki farið aftur á Barnaland - er í ævilöngu banni.

Brynja Björk sagði...

"Hverskonar sauður ræðst á einhvern fyrir skrúðmælgi og notar til þess orðin „tilgerðarlegt orðagjá[l]fur“? "

Kaldhæðinn sauður?

Það er mér sönn ráðgáta hvernig ég hef ofmetið sjálfa mig. Hampa ég vitsmunalegum afrekum mínum á síðunni minni þá?

Það hefur algjörlega farið fram hjá mér. Ég blogga mér til skemmtunar en ekki til þess að flagga stórfenglegum orðaforða eða yfirgripsmikilli þekkingu á frönskum bókmenntum.

Ég hef yfirleitt eytt út af minni síðu nafnlausum athugasemdum svo að mér líður hálf kjánalega að svara nafnlausum bloggara. Því verður þetta mín síðasta athugasemd við færslu þessa.

Mengella sagði...

Kaldhæðinn sauður hefði stafað þetta rétt.

Fólk er nú yfirleitt ekki meðvitað um eigið ofmat. En ég var að vísa til hótunarinnar um blekbaðið eins og ljóst hefði átt að vera af samhenginu.


Og lúkum vér þar Brynju sögu.

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist þetta vera innsláttarvilla.

Mengella sagði...

Kannski kaldhæðin innsláttarvilla.

Mjög póstmódernískt.

Nafnlaus sagði...

Árið 2007 verður ár uppljóstranna! Í metsölukrimma sem Glæpaskáldið sendir frá sér verður loksins greint frá því hver drap Harry Potter, hver hin raunverulega Stella Blómkvist er og hver stal hamstri Mengellu. Sálfræðiþriller í þremur köflum, ólgandi af krafti. Varið ykkur.

Nafnlaus sagði...

Sem áhugamaður um persónusköpun gef ég skít í skilgreiningu þína á einstökum stíl. Sá sem rembist við að halda óræðri ásjónu sinni hefur jafn sérstæðan stíl og sá sem hylur sig búrku.

Mengella sagði...

Sem áhugamaður um málskilning mæli ég með að þú lærir merkingu hugtaksins „skilgreining“ áður en þú ferð að þenja þig.

Ég skilgreindi einstakan stíl hvergi.

Nafnlaus sagði...

"Það þarf einstakan stílista til að hylja persónuleika sinn og halda óræðri ásjónu í skrifum sínum."

Mengella sagði...

Ég veit vel hvað ég reit.

Nafnlaus sagði...

Ó guð þú ert svo æðisleg Mengella! Snilllingur!

Barnalandskona

Nafnlaus sagði...

Alveg frábærir stílistar hjá skattinum. Marflatir með óræða ásjónu og spúa eitri sínu í allar áttir. Kannski þar sé eitthvað laust?

Mengella sagði...

Hún er nú ekki mjög óræð ásjóna þeirra, enda marflatir bæði í karakter og stíl

Nafnlaus sagði...

Þar rotta þeir sig saman. Einstöku stílistarnir.

Nafnlaus sagði...

Svo mælir Anonymous: Færslan í slöku meðallagi, undir getu. Ódýr trix til að vekja undrun. Einkunn: 6,5.

Nafnlaus sagði...

Undrun á hverju?

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að ég væri sá eini sem notaði orðið "síðgelgja"
Samkvæmt óskrifuðu orðabókinni minni merkir þetta orð eldri konu sem er hávær og/eða tyggur tyggjó í tíma og ótíma.

Ég skipti um sjónvarpsstöð ef Guðmundur Steingrímsson er á skjánum, það hefur aldrei hvarflað að mér að skoða bloggið hans.

Ég prófaði að vera nafnlaus bloggari í nokkur ár og það kom sér ágætlega meðan ég skrifaði klám og þessháttar en núna er ég orðinn svo gamall að mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig eða skrif mín.

Valtýr/Elvis2

Nafnlaus sagði...

Hahahaha já Brynja er svo sannarlega eldri kona! rétt skriðin yfir tvítugt, þá er nú borin von fyrir okkur yfir þrítugt, skyldum við þá kallast gamalmenni?

kv

Áslaug

Nafnlaus sagði...

Nei, anonymous, þér skjátlast!

Ég held þvert á móti að það séu nokkuð áhugaverðir einstaklingar sem standa að baki mengellu.

Alveg einstakir.

Þótt karakterinn sé uppþembingur þá er hann þó skömminni skárri en þessir þrír plebbakóngar sem teknir eru fyrir hér að ofan.
Vélstýran er amk 5 levelum fyrir ofan þá í greind.

Reyndar er margt líkt með vélstýrunni og mengellu. Báðar eru þær í raun tilbúnir karakterar. samansoðin sköpunarverk nokkurra aðila sem vildu prufa eitthvað nýtt.

Mengella: teiknarar, ljóðskáld, vefhönnuðir og aðrir uppskafningar.

Vélstýran: maður, læknar, lyfjafyrirtæki og slúðurblöðin.

Báðar hafa þær blómstrað á netinu undanfarið, m.a. sökum þess að þær eru (á sinn hátt) konur, þó með öll karaktereinkenni karla, skrítnar og öðruvísi og opinskáar.

Báðar virðast einnig laða til sín nettengdar húsmæður þessa lands, sitthvora sortina þó. Mengella þessa illkvittnu konur-eru-konum verstar yngri týpu en Vélstýran þessa eldri, góðu mjúku týpu sem hefur gaman af því að tala um málefni líðandi stundar á léttu nótunum.

Nú virðist Mengella reyndar ætla að lemja aðeins á aðdáendahópi Vélstýrunnar og helstu átrúnaðargoðum hans, sér og sínum fylgjendum til skemmtunar.

Það er fyndið að fylgjast með slíku.

RRogR

Nafnlaus sagði...

Vil Benda Brynju Björk á það augljósa. Hún Mengella er skotin í þér. Hún þykist álpast inn á síðuna þína en laðast greinilega að þér líkt og býfluga að hunangi. Erfitt fyrir vitsmunaveru og einstakan stílista að viðurkenna slíkt og því grípur Mengella til gamalla trixa til að vekja á sér athygli. Mjög frumstætt og einfalt en í rauninni svolítið sætt.

Hermann Stefánsson sagði...

Kjaftæði.

Nafnlaus sagði...

Halt þú kjafti

Nafnlaus sagði...

Við þessu hefur Mengella engin svör.

Nafnlaus sagði...

"Ég lék mér að því (þar sem ég er áhugamaður um persónusköpun) að greina nokkra þekkta persónuleika í bloggheimum."
- Til að persónugreina viðkomandi aðila, ættiru þá ekki að þurfa þekkja til þeirra?
tökum sem dæmi að þú þykist rambað inná blogg síðu Brynju Bjarkar af rælni, gefum þér það að þú njótir
þessi ekki að lesa bloggfærslur hennar en gerir það þar sem
þú endaðir nú alveg "óvart" á vefsíðu hennar, hvernig getur manneskja eins og þú sjálf persónugreint hana sem og spúsa
hennar aðeins byggt á þeim einstaka bloggfærslum sem þú hef óvart dottið inná.
Ég viðurkenni það að ég hef nú lesið bloggin hennar og hef gaman að, ekki hef ég mikið tekið eftir að Brynja bloggi mikið um kærastann svo á hverju byggiru þína greiningu á honum? útliti?
Fólk lýtur allt mismunandi út
stórt smátt feitt og grannt,
það gerir heiminn skemmtilegri.
Að þú dæmir hann af útliti sýnir örlítið hversu stór heilinn í þér ku vera.
Finnst mér Brynja Björk og spúsi
gera myndarlegt par og má dæma
af slúðurblöðum landsins að þeim
gangi allt í haginn.
Ertu kanski bara að drukkna í afbrýðisemi?
Svona þér að segja þá útskrifaðist
ég úr grunnskóla með prýði, væntanlega úr þeim áföngum sem ég
valdi mér. Og öll mín 10 ár í grunnskóla þá var mér aldrei tilkynnt að stærð heila skipti máli þegar kemur að gáfum, hversvegna ætti hennar þá að vera í minna lagi?
Af þessari færslu má dæma að þú
hefur nóg að gera að nýta allar þínar "gáfur" í eitthvað mjög gefandi.
Aftur að persónugreiningu þinni.
Þú "greinir" Brynju sem Þroskahefta
wannabe heimsborgarstelpu með lítinn heila og síðgelgjukropp.
Af myndunum af dæma þá uppfyllir hún öll skilyrði þess. Bíddu, ég hélt þú reyndir að forðast að "detta" inná heimasíðu hennar?
hvað ertu að gera að róta í þessum myndum hennar? ég sé ekkert að því að láta sig dreyma.
Svo við ræðum þennan kropp hennar, þá eru margar stelpur á hennar aldri sem væru til í að vera svipað vaxin og hún en ekki yfir meðal þyngd. Ert þú ein af þeim stelpum?

Mér þykir frekar kjánalegt af þér að ráðast á manneskjur af eitthverjum toga án þess að vita nægt um þær. Til hvers að hreyta svona þvættingi útúr kjaftinum á þér án alls rökstuðnings?
Svona þér að segja kemur þú verr
fyrir sjónir en Brynja Björk ásamt
öðrum aðilum sem baunaheili eins og
þú þykist geta setið og "persónugreint" af einstaka blogg færslum ..

Hafðu í huga að þetta var
vinsamleg athugasemd nú svona svipuð þessari sem þú átt að hafa skrifað á síðu hennar Brynju

Nafnlaus sagði...

Er ósammála því að aðeins konur eru konum verstar yngri týpur flikkist að Mengellu. Held að þær týpurnar óttist hana, forðist hana. Fylgjendur Mengellu eru karlkyns. Viðhlæjendur sem eru svo hræddir við hrekkjusvínið að þeir þora ekki annað en að fela sig á bak við það og hlæja að gjörðum þess, svo þeir sjálfir verði ekki skotspónn hennar. Þessa athygli elskar Mengella.

En spurningin er hver verður fljótari að svíkja þetta griðabandalag, Mengella eða aðdáendurnir? Mengella hefur sýnt það að hún skýtur í allar áttir, það hlýtur að koma að því á endanum að hún ráðist inn í Sovétríkin. Nema, ef skyldi vera að Stalin verði búinn að svíkja hana áður en það gerist, fá leið á henni. Því Mengella er (eins og aðrir með minnimáttarkennd) eins og lítið barn sem hættir að grenja ef enginn hlustar á það. Önnur einkenni fólks með minnimáttarkennd er að það nær alltaf að klúðra málunum fyrir sjálfu sér á endanum og notar eigin klúður síðan sem réttlætingu fyrir eigin vonleysi.

En allaveganna, ég skal fúslega rísa upp úr skotgröfinni og viðurkenna það að ég er aðdáandi. Gerðu það elskan, skjóttu mig.

E.S. Annars sá ég ekki betur en að þú settir samasem merki milli fólks sem vit er í og orðheppins fólks. Það þarf nú ekkert að fara saman er það?

Mengella sagði...

Kiddi: „skynsamt og orðheppið fólk“ með jafna áherslu á báðum liðum.

Nafnlaus sagði...

Bara svo það sé á tæru að þá er Mengella ekki stelpa. En þessi einstaklingur er með Ágúst Borgþór á heilanum, sjá hér: http://mengella.hexia.net/faces/videos/list.do?type=3&face=mengella&instance=hex

Nafnlaus sagði...

Nú er þetta orðið gott Doddi minn. Komdu svo heim í mat. Kv Mamma

Kristján Atli sagði...

Ja hérna. Seint kem ég til borðsins en næ þó í síðustu molana af þessari færslu.

Þú gast alveg kallað okkur vini Eyvindar (geri ráð fyrir að þú meinir þau fáu okkar sem þrættu við þig í janúar) leiðinleg, en þurftirðu að líkja okkur við Simma? Það er bara móðgun við þann mikla meistara sem hann, ég og við hin erum öll.

Annars á ég erfitt með að ákveða mig, Mengella. Bloggið þitt er stórskemmtilegt, en ég get ekki virt fólk sem bloggar undir nafnleysi. Þú ert hreinlega að neyða mig til að endurskoða lífsgildi mín, hérna. Og eins og allir vita þola vinir Eyvindar ekki að þurfa að hafa rangt fyrir sér.

Þannig að ég ætla bara að loka augunum fyrir rökum. Þú ert heigull og bloggið þitt líka.

Mengella sagði...

Sæll aftur, Kristján.

Ég hef aldrei sagt að þið, vinir Eyvindar, séuð leiðinleg. Mér finnst það ekki. Eyvindur á góða vini. Það sem ég á við er að húmorinn sem óð uppi í innleggjum ykkar þegar þið urðuð stressuð er sá sami og Sigmars.

Ég á erfitt með að skilja: „Það er bara móðgun við þann mikla meistara sem hann, ég og við hin erum öll.“

Hvernig er hægt að móðga með því að líkja fólki saman sem er svona hæstánægt með að líkja sjálfu sér saman?

Nú vill svo vel til að það breytir engu stórkostlegu um ritstjórnarstefnu mína hvað virðing þín kostar. Ég segi það eitt að staglkenndur ofstopi gagnvart huldufólki er óskynsamlegur. Það er rétt að dæma ummæli fólks hvert sem það er.

Nafnlaus sagði...

Mengella!

Yfirskriftin á síðu Brynju er fræg tilvitnun í meistara Mark Twain.

Þú ættir kannski að lesa eitthvað annað en Guy de Maupassant.

Með kveðju

guðrún

Nafnlaus sagði...

ég efast um að nokkur hafi haldið að þetta væri tilvitnun í brynju sjálfa.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert harður anonymous...

Sigurjón

Nafnlaus sagði...

Gleymum ekki að Mengella skrifar sjálf/ur oftast undir heitinu Anonymus.

Segi ég.
Anonymus.

Mengella sagði...

Guðrún, ég skil ekki hvernig þú færð út að ég hafi haldið öðru fram.

Þær tilvitnanir sem ég hef sett efst á þessa síðu eru líka í aðra. Kemur málinu ekki við.

Meiningin er sú sama fyrir því.

Nafnlaus sagði...

Doddi minn, farðu nú að hætta þessari vitleysu

Nafnlaus sagði...

Alveg er mér slétt sama þó svo að fólk skrifi nafnlaust hérna...En mikið hrikalega fer það í pirrurnar á mér að allir skuli kjósa að kalla sig "Anonymous"... Geta menn ekki sýnt smá frumlegheit og kallað sig bara Pétur eða Herra Flöffavavaffari eða eitthvað..svo maður eigi auvðeldara með að aðgreina þá sem kjósa að vera "anonymous"??
Maður spyr sig...
Tæplega eru menn svo feimnir að þeir haldi að það komist upp um þá ef þeir taka sér "listamannsnafn" ?kv,Gústi Svangi...

Nafnlaus sagði...

Alveg er mér slétt sama þó að þú sért nett pirraður Gústi svangi. Og alveg væri mér slétt sama þó að þú skrifaðir eitthvað nafnlaust hérna. Þínar langlokur þekkjast langar leiðir.

Nafnlaus sagði...

Vel var þetta mælt og segir mér svo hugur um að þú hafir spælt mann þennan.

Nafnlaus sagði...

Hafðu þessa gæru!

Nafnlaus sagði...

Sé ekki hvaða máli skiptir hvort fólk sé nafngreint eða ekki; það sem skiptir máli er hvað er sagt, ekki nafnið á bakvið.

Ef rökin eru sterk virðast vísanir í skort á nafngreiningu lítið annað en tilraunir til að dreifa athyglinni annað. Dæmi hver fyrir sig hve sterk rökin eru, en hitt er bara fyrirsláttur.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Mengella sé Einar Ben, hann skrifaði oft undir dulnefni eða nafnlaust í öll blöðin sem hann gat út. Þau fóru öll á hausinn.

Mengella sagði...

Hér skjöplast þér. Jón ritstjóri Ólafsson væri mun nærtækara dæmi.

Nafnlaus sagði...

Alls ekki. Þetta er staðreynd, þó þú viljir frekar liggja með Jóni

Nafnlaus sagði...

Mér finnst nú frekar rangt af þér að segja að Bryjna Björk sé þroskaheft, með lítinn heila og ilal vaxin. Þú ert að ráðast á manneskju sem þú þekkir ekki neitt og þar að auki á netinu þar sem allir sjá það. Ég er tildæmis í félagfræði í skólanum hjá mér og þar var mér kennt að svona hluti er hægt að kæra því að þú hefur ekki rétt til þess að "ráðast á fólk" með orðum og hvað þá á netinu.

Og simmi? Hv að er að honum? Hanner sjónvarpsmaður og stendur sig með prýði. Góður maður þar sem ég þekki örlítið til hans sem persónu. Bloggar hann aum nauðaómerkilega hluti? Kannski að þínu mati, hann bloggar um sín áhuga mál alveg eins og þú um þín. slepptu þá að lesa bloggið hans og lestu blogg sem þér líkar vel við. Er hann öldruð útgáfa af Eyvindi... róleg hann er rétt rúmlega þrítugur!

Ert þú eitthvað mikið skárri?

Mengella sagði...

Mér finnst nú frekar rangt af þér að vera að rífa þig yfir einhverju sem er svo langt frá því að þú hafir skilið.

Mæli með að þú leggir meiri áherslu á lestur og minni á félagsfræði.

Nafnlaus sagði...

Rétt hjá þér að rífa þig Helga. Skilningur er eitt. Skynjun annað. Efast um að Mengella skilji það. Hún er svo andskoti skyni skroppin.

Mengella sagði...

Þetta er hugsanlega heimskulegasta athugasemdin hingað til.

Ekki á að blanda saman skilningi og skynjun. Mengellu vantar skyn og skilur þetta því ekki.

Má bjóða yður mótsögn?

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist Helga hafa túlkað þessa færslu hárrétt og hefur því allan rétt á að gagnrýna þig Mengella. Eða hvað, ert þú sú eina sem mátt setja út á aðra, úr fílabeinsturni Nafnleysis?

Nafnlaus sagði...

Þig vantar margt annað Mengella. En þú rígheldur í vitsmunina.

Mengella sagði...

Þið eruð nú meiri bjánarnir. Sagði ég að Brynja væri þroskaheft? Sagði ég að hún væri illa vaxin? Sagði ég að Sigmar væri öldruð útgáfa af Eyvindi?

Lærið að lesa, aularnir ykkar, og rífið ykkur svo.

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki sagt að ég sé hrifin af Brynju langt því frá en mér finnst að svona gangrýni á bloggi eigi að skorðast við það sem verið er að skrifa en láta annað eins útlit kærasta hennar í friði. Annars skondin lesning

Nafnlaus sagði...

Lyktin, ójá lyktin ....

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri aulinn Mengella. Lærðu að lesa á milli línanna og rífðu þig svo.