3. mars 2007

Konni og Nonni

Fyrir allmörgum árum ferðaðist ég reglulega með strætó. Mjög oft kom það fyrir að á ákveðinni stoppustöð valhoppuðu inn í vagninn tveir vangefnir menn, sem ég gaf nöfnin Konni og Nonni.

Konni var feitlaginn og slefgjarn mongólíti með þunnt hár, tíu þumla, ofvaxna tungu og bláar varir. Nonni var álkulegur gleraugnaglámur með hrokkið hár, stór eyru og ógnarlangar framtennur.

Mér þótti alltaf gaman að sjá þá félaga. Flissandi komu þeir inn um dyrnar, kjöguðu þvínæst eftir ganginum og hlömmuðu sér alltaf á svipaðan stað í vagninum. Þar pískruðu þeir af leynilegri áfergju og hausarnir á þeim sukku niður á milli herðanna. Ef Konna varð skyndilega sérlega skemmt hossaði hann sér upp og niður í sætinu. Það gerði Nonna taugaveiklaðan. Nonni brást yfirleitt við ólátunum með því að horfa í gaupnir sér, og telja á sér puttana. Maður sá gjóskuna skjótast upp í hausinn á honum í hvert skipti sem rassinn á Konna lenti á plastklæddu sætinu. Eftir fimm bomsur eða svo sprakk hann gjarnan á limminu, ranghvolfdi augunum og gargaði á Konna að hætta þessum látum. Við það óx Konna ásmegin svo að hann hossaði sér af enn meira krafti og hló dillandi hlátri. Tungan slettist út úr honum og sleftaumarnir böðuðu hrokkinn kollinn á Nonna.

Mér taldist til að sirka önnur hver strætóferð þeirra fóstbræðra endaði með rifrildi.

Ég hef oft hugsað um þá síðan og viljað gera þeim nánari skil. Því hefur nú göngu sína myndasagan um Nonna og Konna.


Eftir að Konni uppgötvaði að hann hefði fleiri litninga en Nonni notaði hann sér það óspart þegar þeim sinnaðist.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er líkt þeim eins og ég man þá.

Nafnlaus sagði...

þ.e. ásmegin

Nafnlaus sagði...

Þú þarft að prófa að taka leið 14 kl 7.30 á morgnana, þar eru yfirleitt tveir feitir þroskaheftir bræður sem eru samferða í vinnuna inn á langholtsvegi, einusinni veiktist annar þeirra og hinn höndlaði ekki að vera einn í strætó, stóð upp og fór að æpa yfir syfjaða farþegana "Ég er DOKTOR DAUÐI!"

Nafnlaus sagði...

Ég dáist að þér (og á), skrifaðu meira svona. Þú ert lyklaborð!

- məngella

Nafnlaus sagði...

Eru þetta Björn Bjarnason og Halldór Ásgrímsson? b.kv, G

Nafnlaus sagði...

Ég gat nú ekki varist brosi þegar ég las kommentið um hvort þetta væru þeir Björn og Halldór :)

illkvitni er þetta...

Kv,Gústi Svangi