16. mars 2007

Stólpípur og Asperger

Las nokkur blogg í dag, eins og flesta daga. Ákvað af rælni að deila skoðun minni á nokkrum þeirra:

Stebbifr

Stefán Friðrik er tilberi Björns Bjarnasonar. Hann langar að vera Bjössi en lætur sér nægja að grípa lúkufylli af skvapandi læri og sökkva tönnunum í bláæð. Tilgerðarlegri bloggari er vandfundinn. Hann skrifar eins og áhugaleikari myndi mæla fyrir hönd níræðs barnaskólakennara á eftirlaunum. Stefán hefur aldrei neitt að segja. Hann er konungur hins augljósa. Færslurnar hans eru allar á þessa leið: „Snjór á Akureyri í morgun.“, „VG fatast flugið.“, „Hundur bítur barn, stöðvum lausagöngu hunda.“

Tilgangslausasta blogg landsins hjá tilgangslausasta ungstjórnmálamanni norðan Kjalar. Var rassskelltur í prófkjöri en hefur ekki lært að gera það sem allir óska þess að hann gerði - að halda kjafti.

Eyja Margrét

Eyja er svona feministi sem er loðinn upp að nafla. Strákastelpa hvers kynhormónahlutföll eru þau sömu og hjá hálfdrættingnum og alt-sópranóinum Ármanni Jakobssyni. Eyju er kappsmál að fólk telji hana gáfaða, purkunarlausa þegar kemur að kynferðismálum og handlagna föndurkonu. Reglulegar fjöldasjálfsfróanir hennar og hinna nördanna eiga augljóslega rætur í brotnum sjálfsmyndum unglingsáranna þegar lúðinn leit langeygður yfir bókarbríkina á vinsælu krakkanna og strauk kjölinn um leið og hann sótti fróun og fyrirheit í ævintýraheima atviksorðanna. Eyja á það til að missa sig í ofstæki og róttækni þegar kemur að hennar hugsónamálum og þá getur verið gaman að lesa hana.

Óli Gneisti

Óli Gneisti er rafrænt aspergerheilkenni. Vonlaus hugsjónamaður með fánýt og barnaleg áhugamál. Hann er frummyndin af upplýsinga- og bókasafnsfræðingi. Andlegir burðir hans tryggja að hann verður aldrei annað en grúppía eða lýsandi. Væri fótbolti hans vettvangur væri hann Valtýr Björn, væru það stjórnmál væri hann Halla Gunnarsdóttir. Aðdáun hans á völdum sviðum stappar við þráhyggju. Hann er og verður aldrei annað en feitur fiskur í lítilli tunnu.

Jónína Ben

Talandi um þráhyggju. Það er Jónínu hulin ráðgáta hvers vegna hún nýtur ekki hylli í samfélaginu. Jónína er ein af aðal ástæðum þess að megnið af þjóðinni vill fá Baugsmenn sýknaða, án tillits til sektar eða sakleysis. Þegar hún kemur fram opinberlega kafroðnar hún og tístir eins og akurhæna, klæmingar hennar til Styrmis sýndu fram á sjúkan hug og þessi kerlingarálft, sem langt aftanið yljaði sér við kjötkatlana í mjúkum faðmi bónussgríssins trylltist, eins og frek smástelpa, þegar hún stóð á götunni slypp og snauð. Hún hefur loks fundið sinn vettvang, flytur fólk til útlanda sem er jafnvel aumara en hún, girðir niðrum það og setur því stólpípu. Jónína á meira erindi við rassgöt fólks en hlustir.

17 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gamangaman!!!!!!!!!

Kristján Atli sagði...

Nú er þetta bara orðið leiðinlegt og fyrirsjáanlegt, Mengella. Af hverju skýturðu ekki bara á Egil Helgason líka og fullkomnar athyglissýkina? Hann er líka líklegri til að svara fyrir sig.

Mengella sagði...

Hvað hefurðu á móti Agli?

En, á sama hátt og þú skrifar greinar um manngerðir og skrif sem angra þig á netinu, geri ég slíkt hið sama. Veg og met persónuleikana sem á vegi mínum verða - ekki í þeim tilgangi að stuða, það er ekkert varið í það, heldur í þeim tilgangi að greina þætti í karakternum sem blasa við óglámskyggnum.

Ég stend efnislega við allt í greininni.

Þú kaust að eyða álíka orðafjölda í mig eina á þínu bloggi (sem var auðvitað afar fyrirsjáanlegt og leiðinlegt eftir Eyvindarmál hin fyrri) og ég í allt þetta fólk.

Ég hef hinsvegar tekið eftir því að þú gerist auðveldlega ringlaður og vera má að þú sjáir ekkert nema hnjóðsyrði.

Og hvenær hef ég ekki verið fyrirsjáanleg? Ég er líklega fyrirsjáanlegasti bloggari landsins. Einhver kynni að kalla það staðfestu. Einhver með sterkari bein en þú.

Ef ég væri aðeins athyglissjúklingur að snapa slag, þá væri tilgangnum náð með því að fólk eins og þú barmi sér undan þessu. Kristján, hvort ert þú lækningin eða sjúkdómseinkennið?

Nafnlaus sagði...

Sumt af þessu er svo satt. Les 3 af þessum fjórum og einhvernveginn er heilmargt til í þessu. Þótt orðlagið sé í grófari kanntinum.

Nafnlaus sagði...

Mengella má eiga það að hún er alveg laus við höft sem stoppa marga aðra í að segja hug sinn. Ég er ekki viss um að hún sé endilega að reyna að kveikja einhver svakaleg rifrildi. Held miklu frekar að þetta sé eitthvað svona fokk jú viðhorf.

Jónína Ben. Við gerum öll grín að henni og þessi Stebbi moggabloggplága. Eyju og Óla þekki ég ekki, en ég skal alveg játa að ég hef oft hugsað eitthvað svona um hin tvö.

En bara hugsað það. myndi aldrei segja það upphátt.

Kolla

Nafnlaus sagði...

Góð færsla.

Skemmtileg setning:

"Reglulegar fjöldasjálfsfróanir hennar og hinna nördanna eiga augljóslega rætur í brotnum sjálfsmyndum unglingsáranna þegar lúðinn leit langeygður yfir bókarbríkina á vinsælu krakkanna og strauk kjölinn um leið og hann sótti fróun og fyrirheit í ævintýraheima atviksorðanna."

Kannski aðeins of löng en þó fín.

Ég skil ekki þessa:

"Hann skrifar eins og áhugaleikari myndi mæla fyrir hönd níræðs barnaskólakennara á eftirlaunum."

Hvernig er hægt að skrifa eins og leikari myndi mæla? Fer ekki leikarinn bara eftir handritinu?

Þessi Stebbi er reyndar fífl og segir alltaf það augljósa. Ömurlegt þegar maður er að skoða fréttir á mbl.is þegar maður er neyddur til að vita hans skoðun á henni.

Hver er þessi Eyja? Er það nokkuð skakka stelpan sem var með þessa fáránlegu feministaþætti á NFS og vann í Góða hirðinum?

Hvað er "aftanið" annað en uppskafning?

Nafnlaus sagði...

Vandræðalegt að ég skuli sjálf vera með ljóta setningu. Fljótfærni.

Nafnlaus sagði...

Eru ekki að bætast nýjar vörur í Nýlenduvörusjoppunni?

Kristján Atli sagði...

Ég er pottþétt sjúkdómseinkennið, Mengella. Ég get ekki annað en pirrast undan svona skrifum og það verður bara að hafa það.

Já, ég bloggaði um þig um daginn eins og þú bloggar um aðra bloggara. Munurinn var sá að ég vó kosti og galla síðunnar þinnar samkvæmt rökum. Þú segir hluti eins og "Eyja er svona feministi sem er loðinn upp að nafla" eða "Óli Gneisti er rafrænt aspergerheilkenni." Þetta er ekki rökstudd gagnrýni, þetta er skítkast. Þú ert krakkinn sem stendur í sandkassanum í rigningunni og kastar leðjukökum í alla hina, örugg í þeirri vitneskju að það getur enginn svarað í sömu mynt þar sem þú ert sú eina sem er í helvítis sandkassanum.

Rökstudd gagnrýni. Skítkast. Flettu þessu upp í orðabók og reyndu að læra muninn.

Nafnlaus sagði...

Mengella er Egill Helgason.

Einnig vil ég taka fram að hún er augsýnilega karl þó hún kvenkenni sig, enda er testósterónmagnið í skrifum hennar margfalt það sem sést hjá Eyju Margréti og er það yfirleitt til vansa.

Nafnlaus sagði...

Mengella er eini bloggarinn sem getur leyft sér svona skítkast og það er samt vit í því.

Held það sé tilgangurinn, þess vegna var hún á Barnalandi. Allt bendir til þess að ekkert mark sé á henni takandi, en það er bara heilmikið þegar grannt er skoðað.

Nafnlaus sagði...

Jónína er óvitlaus þó að hún beri það ekki alltaf með sér. Mjög skemmtileg persónugerð. Þó er of mikið um langhunda og hálfkveðnar vísur í málflutningi hennar.

Nafnlaus sagði...

Jé ræt. Núna heldur Óli því fram að hann sé mengella í samfélagi við feitann skallapoppara. Þá var nú stebbifr trúverðugri tillaga.

Nafnlaus sagði...

Þessi drengur er náttúrulega fífl:

Uppljóstrun
Ég vil nota tækifærið og upplýsa að ég hef undanfarið bloggað undir nafninu Mengella. Ég veit að margir hafa reynt að rýna í það um hver sé á bak við það blogg en ég held að enginn hafi náð að giska á hið rétta. Ég vil þakka Dr. Gunna fyrir að hafa tekið þátt í leiknum með því að vísa á dulnefnisbloggið mitt og koma með ofhólið um það. Þetta varð að sjálfssögðu til þess að öll hjarðdýrin fylgdu í kjölfarið og lásu það. En brandarinn er orðinn gamall og ég held að ég muni á næstunni einbeita mér að því að skrifa hér.

Þetta skrifaði Óli. Flokkun Blogg.

Nafnlaus sagði...

Einkar skemmtilegt að lesa kommentið frá "elíasi" hér að ofan. Byrjar á því að fullyrða að Mengella sé Egill Helgason. Bætir því svo við að hann vilji einnig taka fram að Mengella sé pottþétt karlmaður þó hún kvenkenni sig:):):).... Ef Mengella er Eglill Helgason,liggur þá ekki ljóst fyrir að hann sé karlmaður?? Eða þarf að taka það sérstaklega fram ?:)
Geta menn sagt til um hvort fleiri þjóðþekktir einstaklingar séu karlmenn eða kvenmenn?? Ég get flett ofan af Elínu Hirst,og fullyrt að hún sé kvenmaður (þó margan gæti grunað annað)!!
Kv,Gústi Svangi..

Mengella sagði...

Kristján: Bæði dæmin sem þú tiltekur eru til marks um augljós karaktereinkenni og eru ekki skítkast.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað hefur gasbelgurinn Egill ekki burði til þess að vera mengellir.

Það er þó rétt með testosterónflæðið, sé hún ekki karl þá fæddist hún eflaust tvítóla og vitlaust tólið var aflimað.