23. mars 2007

Gylltur kúkur

Ég er, eins og allir landsmenn sem ekki óttast nútímann og tipla á tánum framhjá innstungum af ótta við rafmagnsmengun, pínd til að kasta reglulega nokkrum silfurpeningum í skjóðu Rúv.

Nú er mér nokk sama þótt skattar séu allháir á Íslandi og er frekar hrifin af velferðarsamfélaginu - en mikið ofsalega á ég það til að sjá eftir peningunum sem fara upp í Efstaleiti.

Ég er alveg sátt við að Rúv sjái ástæðu til að kaupa undarlegar myndir hverra söguþráður er yfirleitt eitthvað á borð við: serbó-króatískt drama um kórstjóra á eftirlaunum sem uppgötvar að hann er með krabbamein og hittir ungan flautulakkara sem fær hann til að líta líf sitt öðrum augum. Það sem mér er ekki sama um er þegar Rúv sólundar fé, í raun kastar því á glæ, í afspyrnuvonda innlenda dagskrárgerð.

Já, ég er að tala um Spaugstofuna.

Eina fólkið sem hefur reglulega gaman af Spaugstofunni er svo hrumt eða fatlað að hægt væri að skemmta þeim jafn vel hvert laugardagskvöld með því að láta séfferhund hoppa í gegnum gjörð í klukkutíma. Ef hundurinn væri í skrautlegum, litlum buxum, þætti karliðinu það meira að segja skemmtilegra en Spaugstofan. Það myndi kosta 15 þúsund kall á viku.

Hjá öllum, hverri einni og einustu, stjónvarpsstöð í hinum siðmenntaða heimi væri búið að leggja Spaugstofuna af. Ekki vegna áhorfsins, heldur vegna þess hve þátturinn er mikið drasl.

Ég hef aldrei hitt manneskju sem finnst Randver fyndinn. Hlægilegur, jú. En aldrei fyndinn.

Spaugstofan hefur verið á dagskrá í óralangan tíma. Maður hefur tekið henni eins og hverju öðru hundsbiti, jafnvel horft á hana sæmilega reglulega. Hún hefur aldrei verið neitt sérstaklega skemmtileg en þolandi. Í vetur hefur hún snarversnað.

Gæðin á gríninu eru, ef eitthvað er, verri en áður. En steininn tekur úr þegar umgjörðin blæs upp. Enginn fífladjókur virðist vera of lélegur til að kallaðir séu til tuttugu statistar og smiðir Sjónvarpsins séu látnir berja saman lítið sjávarþorp í hlutföllunum 1:20, með máluðum húsum, gervigrasi og litlu plastfólki.

Umgjörðin er orðin viðameiri en grínið. Hún er orðin dónalega mikil. Við, sem heima sitjum, sjáum tíma og peningum sóað í hugmyndir sem fólk myndi ekki einu sinni eyða bloggi í.

Spaugstofuna var hægt að þola meðan sami amatörabragurinn var á umbúðunum og innihaldinu; meðan sama hárkollan kom fram þrisvar í sama þættinum í ólíkum hlutverkum. En nú er nóg komið. Það verður að skera Rúv úr snörunni og sparka Spaugstofunni. Annað er ógn við það litla sem eftir er af góðum smekk hjá stofnuninni.

34 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú segir fréttir... að Spaugstofan sé með smekk!

Hef ekki horft á Spaugstofun í mörg ár þegar ég leit á hana um dagin og guð minn góður... er ekki hægt að kaupa Tom og Jenna eða eitthvað í staðin.

Hannes Þ.

Mengella sagði...

Stofnunin, ekki stofan, hefur smá brot af smekk.

Best að það komi skýrt fram.

Nafnlaus sagði...

www.flautublasarinn.blogspot.com

Málið er dautt

Mengella sagði...

Já, fínt hjá þér.

Gast ekki gert upp á milli samsæriskenninga svo þú skelltir þeim öllum saman í graut. Klapp, klapp.

Sjálfri fannst mér kenningin um Ólaf Sindra best, skil ekki að hann hafi farið framhjá þér.

Nafnlaus sagði...

Mig minnir að það hafi verið Davíð Þór sem spurði, hálfringlaður, hvort þessi Randver væri að fá jafn mikið borgað og hinir.

Nafnlaus sagði...

Þér finnst sú kenning best vegna þess að hún er röng. Þessi fer í taugarnar á þér vegna þess að hún er rétt.

Mengella sagði...

Ef hún er rétt, er ég ekki ég heldur við. Þú kallar mig ekki okkur heldur mig og því telur þú greinilega mig ekki þau heldur hann eða hana.

Nafnlaus sagði...

Ekki eruð ÞIÐ í einum hnapp við tölvuna. Þið hljótið að skiptast á, er það ekki?

Mengella sagði...

Þá er nú varla nema eitt okkar að lesa þetta, hví kallarðu mig þá okkur núna?

En þú vilt sumsé meina að Þórarinn, Eiríkur, Ásgeir, Hildur og hvað sem þau heita, skiptist öll á að nota sömu tölvuna.

Það er ótrúlegt hvað þau afkasta miðað við það.

Nafnlaus sagði...

Leiðinleg semíkomma þarna. Hefði mátt sleppa henni.

Annars er fyrirsjánlegt að tala um Spaugstofuna í þessu samhengi.

Af hverju talarðu ekki líka um hve ömurlegt bloggið er hjá Stebbafr?

...nei oh, þú ert búin að því.

Djöfull ertu flippuð!

Nafnlaus sagði...

Hvað sem þau heita! - Ekki gleyma þér alveg í geðveikinni. Farðu bara á www.flautublasarinn.blogspot.com. Þá veistu hvernig þetta fer fram.

Auðvitað eruð þið ekki í sömu tölvunni. Ertu strax orðin drukkin/n, kl er rétt rúmlega 9. Þú notar þína eigin tölvu, efast um að þú nenntir að fara alla leið til Ísafjarðar til þess að setja inn eina færslu.

Mengella sagði...

Ano 1: Leiðinlegt og fyrirsjáanlegt innlegg. Hefðir mátt sleppa því.

Ano 2: Nú er eitthvað farið að renna saman í litla, rykfallna kollinum á þér. Hringir þetta einhverjum bjöllum?: „Ekki eruð ÞIÐ í einum hnapp við tölvuna. Þið hljótið að skiptast á, er það ekki?“

Rosalega leiðist mér að rífast við heimskt fólk sem nær ekki að halda þræði. Þú ert ekkert skárri en botnfallið á Barnalandi.

Nafnlaus sagði...

Botnfallið á Barnalandi, held ég ekki þræði, ég veit ekki betur en að þú hafir ekki fengið að halda neinum þráðum (á Barnalandi,) þér hafi hreinlega verið skolað út. - Athyglisvert og fyrirsjáanlegt og fyrirsjánlegt að ég skuli segja að það sé fyrirsjánlegt. En gott að þú hafir fundið þinn Sókrates á Morgunblaðinu. Væri gaman að vera boðin í veislu hjá þér. Hún væri eitthvað á þessa leið: Ah, ekki ræða við þennan, hann er fukking djúpt barnalands botnfall, heimskur og heldur ekki þræði, þessi er eins og einstæð hóra í Vesturbænum. Pabbi, djöfull ertu ógeðslegur, þú lætur eins og Sigfús Sigurðsson. - Ég vona að þú þekkir fleira fólk en vini þína á Mogganum. Slakaðu svo aðeins á, það er föstudagur og frí á morgun.

Mengella sagði...

Þvílík mælska!

Nákvæmlega ekkert í þessu innleggi inniheldur nokkurt korn vitrænu nema spurningin: „held ég ekki þræði“ sem þú svarar sjálfur neitandi með vaðlinum sem fylgir.

Hin ímyndaða veisla sem þú bauðst þér í hjá mér er óhugsandi, nema kannski með þig sem aðalréttinn.

Myndi bjóða upp á hina nýgotnu kettlinga Hildar sem forrétt (ef mamman étur þá ekki á undan mér) og lifrina úr þér í aðalrétt með baunum og góðu víni.

En, þú ert afar, afar heimskur. Þetta innlegg sannaði það næstum jafn vel og svarinnlegg þitt mun gera það.

Nafnlaus sagði...

Spaugstofan heldur anzi mörgum í vinnu þarna á innlendu dagskrárdeildinni. Þetta er á bezta útsendingartíma og þeir sem hafa ekki efni á öðru en RUV glápa á þetta. Held varla að svona eldri áhorfendahópur sé ekki neinn segull fyrir auglýsendur. Þótt margir komi að þessu batterí er handritið hörmung. Þessi sketsj byggja mikið á fettum, brettum og afleitum eftirhermum. Auðvitað á að vera búið að skifta þessu út fyrir löngu.

Nafnlaus sagði...

Frábær endurkoma hjá þér, hreint út sagt stórkostleg og auðvitað fáránlega fyrirsjánleg. Ég hafði meiri trú á þér en þetta. Ég var búinn að skrifa svarið löngu á undan þér. Ég mundi éta þig ... væl væl væl.

Ég nenni ekki að grobba mig af gáfum mínum en ég efast ég um að þú náir 125 - 130. Kannski á góðum degi. Ég hef trú á þér. En hafi mitt innlegg átt að sanna heimsku, veit ég hreinlega ekki hvað ég á að segja um þitt. Þú getur miklu betur þetta.

Einn MengELSKUR handa þér elskan
Náðir þú númerinu?
Á trukknum sem keyrði yfir andlitið á þér.

p.s. Færslan um Skúla var ekki svo slæm

Mengella sagði...

Tókstu eftir að spádómsgáfa mín dugði til að segja fyrir um þitt innlegg áður en það var skrifað?

Tilraun þín til að sannfæra sjálfan þig um að gáfur þínar séu meiri en mínar er stórkostleg í ljósi ósamanhangandi ruglsins sem þú lætur út úr þér, sem er einmitt einkenni á heimsku fólki.

Þú ert ekki nærri því eins gáfaður og þú heldur og það eru álíka gáfur í annarri hnésbótinni á mér og í öllum líkama þínum.

Nafnlaus sagði...

Þá er spádómsgáfa þín af ansi skornum skammti, vinan. Þú ert ekki með hnésbætur. Þú ert öryrki í hjólastól sem missti fæturna í bílslysi. Þess vegna ertu svona ofsalega reið og sár þegar Skúli keyrir á 300.

Plús. Það var fyrirsjáanlegt að þú mundir láta þessa viteysi út úr þér. Það vissi ég þegar ég skrifaði innleggið. Þú ert ansi fyrirsjánleg í kvöld, greyið mitt, en játa að krafturinn í Skúlafærslunni kom ánægjulega á óvart.

Rúllaðu þér nú inn í eldhús og láttu flöskuna inn í skáp.

Mengella sagði...

Merkilegt hvernig allt sem þú veist fyrirfram um það sem ég segi, upplýsirðu ekki um fyrr en eftirá.

Að auki er mælskubrunnur þinn uppurinn. Í þessu innleggi þínu er ekkert nýtt, enginn nýr vinkill, þú ert búinn, púnteraður.

Það er ekki lengi verið að fullkanna lítil lönd.

Nafnlaus sagði...

Mengella búin að tæta í sig hvern smáfuglinn á fætur öðrum.

Nafnlaus sagði...

Að auki er mælskubrunnur þinn uppurinn. Í þessu innleggi þínu er ekkert nýtt, enginn nýr vinkill, þú ert búinn, púnteraður.

Það er ekki lengi verið að fullkanna lítil lönd.

Bíddu, horfðir þú í spegil á meðan þú varst að skrifa þetta?

Eftirmáli: Hvað þá lítil þorp í litlu landi, eða yfirgefna sveitabæi eða hreinlega að fullkanna ekki neitt. Ekki neitt. Ekki neitt.

Með þessu áframhaldi verður þú leiðinleg. Taktu þig taki, manneskja. Mætti halda að versti penninn af ykkur sæi um að svara í kvöld.

KV. Baggalútur

Rest my case

P.s. www.flautublasarinn.blogspot.com/

Nafnlaus sagði...

Djöfull er Mengella búinn að tapa þessu

Mengella sagði...

Spegill var það, heillin.

Aðalsmerki mælskumannsins.


Eitt skil ég ekki. Hví ertu að bakka sjálfan þig upp í innleggjum með því að skapa fleiri raddir? Ertu orðinn eitthvað efins um eigin ágæti?

Ekki að það væri alveg óskiljanlegt.

En nú forða ég mér, áður en þú segir eitthvað smellið eins og: „spegill“.

Nafnlaus sagði...

Góða nótt elskan.

Mig langar bara að vera eins og þú. Vera fimm.

Nafnlaus sagði...

HVER TÓK LÍMIÐ MITT!!!

Hildur Lilliendahl sagði...

Beibí, koddí mat. Ég á saltfisk og Lagunilla. Þú mátt velja þér kettling í forrétt.

Nafnlaus sagði...

Kettlingar ofan á risapáskaeggjum, væri það ekki hugmynd fyrir nýlendubúðina?

Nafnlaus sagði...

Ég held að kúkurinn í Hildi lykti eins og hver annar Nýhil kúkur.

Nafnlaus sagði...

Hættiði að gera grín að rassaborunni minni, eða ég kem sjálfur til Reykjavíkur að hía á ykkur. Í nafnleynd, ef þess krefst!

Nafnlaus sagði...

Ég er við.
Við og við.

Nafnlaus sagði...

hahahahah arrrrrg hvað þið hafið gaman af þessu. well ég hefði ekkert betra en að lesa allar loturnar frá ykkur. spennó eða svo:S

Hildur Lilliendahl sagði...

Koddu bara með nafnleyndina þína, Hildur splæsir á barnum.

Urrabara rassabora bítabarí rassaboru

bossanova oder el culo nuevo

comme on dit en espagne

Nafnlaus sagði...

Portsmouth með Trínidada í sigtinu

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er með efnilegan knattspyrnumann frá Trínidad og Tóbagó, Lester Peltier, í sigtinu. Peltier leikur með 21-árs landsliði þjóðar sinnar og Arsenal, Cardiff og Millwall hafa öll fengið hann til sín til reynslu síðustu vikurnar.

„Portsmouth hefur sýnt honum áhuga og við bíðum eftir því hvað gerist," sagði Terry Fenwick, fyrrum landsliðsmaður Englands, sem er þjálfari Peltiers hjá San Juan Jabloteh í Trínidad og Tóbagó og fór með honum til Englands til að hjálpa honum til að komast þar að sem atvinnumaður.

Nafnlaus sagði...

Gæði eru í eðli sínu góð, þannig að gæðin á gríninu eru minni, ekki verri.